fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Tilnefna bestu vinnustaði landsins fyrir konur

Eyjan
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 12:01

Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri GPTW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Great Place to Work (GPTW) hefur birt fyrsta „Frábærir Vinnustaðir fyrir Konur“ listann á Íslandi. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. Nú tilnefnir stofnunin bestu vinnustaðina fyrir konur hér á landi. AÞ-Þrif eru í efsta sæti, Sahara í öðru sæti, Orkan í því þriðja. CCP Games er í fjórða sæti, DHL-Express í því fimmta og BYKO í sjötta sæti.

„Við erum mjög ánægð með að birta fyrsta Great Place to Work „Frábærir Vinnustaðir fyrir Konur“ listann á Íslandi.  Jafnrétti á vinnustað er mikilvægt viðfangsefni í viðskiptum og sérstaklega í mannauðsmálum. Á ráðstefnunni Mannauðsdagurinn 2023 var til dæmis fjallað ítarlega um fjölbreytileika og jöfnuð. Þessi fyrirtæki sem eru á listanum eru að ryðja brautina fyrir jafnrétti kynjanna á vinnustað. Þau hafa konur í forystuhlutverkum, berjast gegn mismunun og styðja við faglega þróun kvenkyns starfsmanna sinna.  Við erum stolt af því að viðurkenna þau sem leiðtoga í jafnréttismálum á vinnustað,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri GPTW.

„Ísland er þjóð sem er í fremstu röð í baráttu um jafnrétti kynjanna að því leyti að það hefur gert launajafnrétti kynjanna að lögum. Það er samt alltaf hægt að gera betur, til dæmis að tryggja að konur af erlendum uppruna njóti einnig þessara fríðinda á sama stigi og konur fæddar á Íslandi. Fjölmargir af okkar viðskiptavinum hallast að því að hafa fjölbreyttan starfskraft og bjóða upp á sanngjarnt jafnaðar umhverfi fyrir starfsfólk sitt,“ segir Ingibjörg.

„Við hjá Great Place to Work vonum að fleiri fyrirtæki muni fylgja fordæmi þessara fyrirtækja og sækjast eftir jafnrétti kynjanna sem og heildarfjölbreytileika á vinnustaðnum með því að leita á virkan hátt eftir mótframlagi frá starfsfólki sínu og nýta gögnin til að skapa breytingar og framfarir á vinnumarkaði,“ segir hún.

Ingibjörg segir enn fremur að Íslendingar hafi gott orð á sér fyrir að leggja mikið á sig í því að vinna að jöfnuði karla og kvenna á vinnustöðum, sérstaklega þegar kemur að launajafnrétti. „Jafnrétti kynjanna er líka afar mikilvægt fyrir Great Place To Work og umtalsverður hluti af árlegri könnun okkar er tileinkaður jafnrétti kynjanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn