fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Framlög til RÚV hækkað langt umfram fólksfjölgun

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 12:30

Vilhjálmur spurði Lilju um framlögin til RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög til Ríkisútvarpsins hafa hækkað um rúmlega 1,6 milljarð króna á undanförnum sex árum. Er það langt umfram fólksfjölgun í landinu.

Þetta kemur fram í svari Liljju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Árið 2017 voru framlög til RÚV 4 milljarðar króna en um 5,6 milljarðar árið 2023. Í svarinu kemur fram að kostnaður við þjónustu RÚV aukist almennt ekki í jöfnu hlutfalli við fjölgun þeirra einstaklinga sem nýta sér hana. Hins vegar kunni kostnaðurinn að aukast með aukinni þjónustu af ýmsu tagi við ólíka hópa samfélagsins.

Segir um raunlækkun að ræða

RÚV er fjármagnað með tilgreindu gjaldi sem hver og einn greiðir. Hugsunin á bak við það er að hægt sé að sinna verkefnum sem kunna að fylgja auknum fólksfjölda. Svo sem dagskrárgerð og fréttaflutningur fyrir ólíka hópa, svo sem fatlað fólk, útlendinga, ólíka aldurshópa og frá fleiri stöðum af landinu.

Í svari Lilju kemur fram að útvarpsgjaldið hafi hækkað í samræmi við aðrar verðlagshækkanir í fjárlögum. Gjaldið hækki aðeins um 3,5 prósent á næsta ári þrátt fyrir mun hærri verðbólgu. Í raun sé því um lækkun framlags að ræða. Hins vegar vegur fólksfjölgun að einhverju leyti upp á móti því.

Engin hagræðingarkrafa

Vilhjálmur spurði einnig hver munurinn væri á hagræðingarkröfu til RÚV og til annarra ríkisstofnana. Í svarinu segir að framlög til RÚV séu undanskilin hagræðingarkröfu vegna hins sérstaka tekjumódels.

Ef taka ætti upp hagræðingarkröfu yrði að gera það með því að taka ekki krónutöluhækkun á útvarpsgjaldinu með inn í framlögin eða þá að skerða 175 milljón króna viðbótarframlag sem ætlað er til eflingar á leiknu íslensku sjónvarpsefni.

Þá segir Lilja að rekstur RÚV sé viðkvæmur fyrir sveiflum. Í COVID-19 faraldrinum hafi tekjur af útvarpsgjaldi lækkað verulega. Hagræða þurfti því um mörg hundruð milljónir króna í rekstrinum og fækka starfsfólki um 20.

Ekkert er minnst á auglýsingasölu RÚV í svarinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi