fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

„Davíð Oddsson, pissudúkka auðvaldsins“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 22:30

Davíð Oddsson ristjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar í Reykjavíkurbréf dagsins um þegar honum var ruglað saman við saklausan pípulagningamann fyrir margt löngu síðan.

Þetta var þegar Davíð var laganemi í Háskóla Íslands. Dag einn tók hann upp blað stúdenta og sá þar nafn sitt á forsíðunni.

„Davíð Oddsson, pissudúkka auðvaldsins, fær úthlutað lóð hjá borgarstjórnaríhaldinu“ var fyrirsögnin en á þessum árum var Sjálfstæðisflokkurinn einráður í borgarstjórninni.

„Ætla hefði mátt að þessi frétt kæmi viðkomandi þægilega á óvart. En hann þurfti að klóra sér í kollinum, bæði hratt og lengi, þar sem hann kom ekki fyrir sig að hafa sótt um lóð hjá borginni,“ segir Davíð. „Og eins var ástæða til að klóra sér í höfðinu og hugleiða hvernig hann ætlaði að fjármagna þessi herlegheit.“

Eftir sem áður

Viku seinna kom stúdentablaðið aftur út og þá kom skýring á málinu. Ungur pípulagningamaður að nafni Davíð Oddsson hafði heyrt af reiði blaðsins en hann sagði að hann hefði einfaldlega sótt um lóðina og fengið. Hann kæmi hins vegar ekkert nálægt stúdentapólitíkinni eða pólitík yfir höfuð.

„Stúdentablaðið bað viðkomandi afsökunar á mistökum blaðsins. En bætti svo við: „Davíð Oddsson, laganemi er eftir sem áður pissudúkka auðvaldsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn