fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Kastljós leyfði Kristjáni Loftssyni að bera fram rangfærslur og blekkingar, segir Ole Anton Bieltvedt – tímalína hvaldrápsins lýsir skrælingjahætti

Eyjan
Laugardaginn 30. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalur 8 hefði aldrei átt að fá leyfi til að halda aftur til veiða. Myndskeið af drápi fyrstu langreyðar vertíðarinnar, sem var skotin misheppnuðu skoti og síðan ekki aftur fyrr en hálftíma síðar, sýnir að mati Ole Antons Bieltvedt að dýrið hafi verið kvalið að óþörfu í langan tíma.

Ole Anton birtir í aðsendri grein á Eyjunni tímalínu drápsins sem hann fékk ásamt öðrum gögnum sem hann bað um frá MAST. Hann furðar sig á því að fréttamaður Kastljóss, sem tók viðtal við Kristján Loftsson um málið, skuli ekki hafa borið sig eftir þessum frumgögnum heldur látið Kristján fara óátalið með rangfærslur og blekkingar.

Tímalínan lýsir ljótum atburði sem Ole Anton lýsir sem hörmulegum limlestingum og kvalafullu dauðastríði háþróaðrar lífveru. Hann hafnar þeim skýringum Kristjáns Loftssonar að bilun í spili hvalbátsins hafi verið ástæða þeirrar miklu tafar sem varð á drápi dýrsins.

Önnur eins vinnubrögð, aðrar eins aðfarir, annað eins dauðastríð, segi ég bara. Hefði ég ráðið hvalveiðimálum hér, hefði ég aldrei leyft Hval 8, skipi með þessum búnaði og áhöfn, nokkurn tíma að veiða hval aftur.

Hvað hefðu menn hér sagt, ef Afríkumenn hefðu murkað líftóruna úr fíl með svipuðum hörmungar hætti!? Kvalið hann til dauða á 40 mínútum,“ skrifar Ole Anton.

Skv. formlegum upplýsingum, skuldbindingu, Hvals hf. til MAST, telja þeir sig geta hlaðið skutulbyssu á rúmum 2 mínútum. Þetta tryggi skjóta aflífun skotins og særðs dýrs. Þetta hefur hins vegar aldrei staðizt í reynd, og er hrein blekking. Um hvað á orðið „skrælingjaháttur“ að gilda, ef ekki þetta? Í boði ríkisstjórnarinnar!segir í niðurlagi greinarinnar.

Grein Ole Antons Bieltvedt í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið