fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Eyjan

„Ber vott um annað hvort mikinn valdhroka eða botnlausa heimsku“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 09:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri fylgiskönnun Gallup sem birt var í gær kom í ljós að fylgi ríkisstjórnarinnar er komið niður í 35 prósent og hefur aldrei verið lægra. Allir stjórnarflokkarnir tapa fylgi og hafa samtals misst 14 þingmenn yfir til stjórnarandstöðuflokanna.

Staða Vinstri Grænna er sérstaklega erfið en flokkurinn er með aðeins 6,2 prósent fylgi og hefur meðal annars misst Miðflokkinn talsvert fram úr sér en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans fólk státa af 7,8 prósent fylgi.

Ólafur Arnarson gerir fylgishrunið ríkistjórnarinnar að umtalsefni sínu í pistli á Hringbraut og þá sérstaklega viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

„Þegar ríkismiðillinn RÚV spyr Katrínu Jakobsdóttur um þessa niðurstöðu þá svarar hún því til að hún hafi litlar áhyggjur af þeim takmarkaða stuðning sem stjórnin nýtur og telur stjórn sína standa sterkum fótum. Þetta ber vott um annað hvort mikinn valdhroka eða botnlausa heimsku. Víst er að þetta ber ekki vott um að ráðherrann lesi af skynsemi í aðstæður,“ skrifar Ólafur og undrast langlundargeð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins yfir stöðu mála.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra