fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Sakar stjórnmálamenn um að vera á flótta undan raunveruleikanum – Vill frysta launahækkanir og lækka laun æðstu ráðamanna

Eyjan
Föstudaginn 2. júní 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir að sumum stjórnmálamönnum, sem og verkalýðsfulltrúum, gangi ekki alltaf vel að horfast í augu við raunveruleikann. Svo virðist sem að þessir aðilar líti svo á að þeir geti leyst allt heimsins böl allt frá því að leysa loftlagsvandann yfir í að útrýma fátækt. Þetta sé þó ekki að gera samfélaginu neinn greiða, og geri ekkert til að vinna gegn verðbólgunni sem nú tröllríðir landanum. Kallar hann eftir því að þessi aðilar komi niður á jörðina, horfist í augu við raunveruleikann og hætti lýðskrumi og gervipólitík.

Þetta kom fram í pistli sem Brynjar ritaði á Eyjuna í dag, en þar skrifar hann:

„Íslenskum stjórnmálamönnum gengur ekki alltaf vel að horfast í augu við veruleikann. Þeir eru á pari við verkalýðsforingja í þeim efnum þótt þeir hafi ekki enn náð listamönnum.“

Þessir aðilar haldi þeir geti leyst hvað sem er með auknum útgjöldum ríkisins, en það sé engin lausn.

„Þessi vitleysa öll og strútshegðun eru að keyra vestræn lýðræðisríki í þrot. Útgjöld þenjast út og þvingaðar eru fram launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu í atvinnulífinu.“

Í faraldri COVID hafi verið keyrðar í gegn gífurlegar launahækkanir, en síðan sé fólk að furða sig á því að verðbólgan hafi aukist og vextir þar með. Stjórnmálamenn hafi brugðist við með því að ýta vandanum undan sér og hafi ekki kjarkinn í að koma hreint fram. Það hins vegar þori Seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, sem og Brynjar sjálfur.

Vill frysta launahækkanir og lækka laun æðstu ráðamanna

Kallar Brynjar eftir því að stjórnmálamenn segi verkalýðsforystunni að launahækkanir eigi eftir að koma verkalýðnum í koll og að augljósa lausnin sé að frysta þessar hækkanir í bili. Gengur Brynjar lengra og leggur til að í æðstu lögum verði laun jafnvel lækkuð um 5-10 prósent til almenningur geti sætt sig við frostið. Eins sé ljóst að ríkið þurfi aðhald, að minnka útgjöld og hagræða í rekstri. Samtímis þurfi að tryggja að þeir sem standi höllum fæti geti haldið heimilum sínum.

„Við náum engum árangri í þessari glímu við verðbólgudrauginn nema allir horfist í augu við raunveruleikann. Nú er ekki tími lýðskrums og gervipólitíkur heldur þarf kjark og áræðni til að taka nauðsynlegar ákvarðanir.“

Þessar ákvarðanir verði líkast til óvinsælar en að sama bragði séu þær betri eftir því sem vinsældirnar eru minni. Að sama bragði sé engin lausn að ganga í Evrópusambandið en Brynjar segir að lægri vextir þar megi skúra á þá leið að þar hafi í tvo áratugi verið efnahagsleg stöðnun. Stjórnarandstaðan sé heldur ekki lausn, enda hafi þeir ekkert lagt til mála nema tillögur sem fela í sér enn meiri útgjöld og enn flóknari rekstur.

„Svo má benda stjórnmálamönnum á að skattahækkanir við þessar aðstæður, til að þeir geti úthlutað enn meiri fjármunum eftir geðþótta, eru ekki gagnlegar. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Það er heldur ekki lausn að rjúka til Brüssel í geðshræringu og óska eftir inngöngu af því að vextir eru lægri þar. Vextir eru lágir þar vegna þess að í evrulöndum hefur verið efnahagsleg stöðnun í tvo áratugi. Ekki er heldur lausn á vandanum að stjórnarandstöðuflokkarnir taki við stjórnartaumunum. Eina sem þeir hafa lagt til síðasta áratuginn er meiri ríkisrekstur og aukin útgjöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega