fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Eyjan

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 19:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag sté Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pontu og hóf mál sitt á eftirfarandi orðum:

„Frú forseti. Hér verða mikil tíðindi. Ég er kominn hér upp í óundirbúnum fyrirspurnatíma til að hrósa ráðherra og ekki bara hvaða ráðherra sem er heldur hæstvirtum umhverfisráðherra.“

Vildi Sigmundur hrósa Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa sagt í fréttum Stöðvar 2 að hann vildi stöðva byggingu nýs hverfis á grænu svæði við flugvöllinn í Reykjavík. Hafa þessi áform vakið miklar deilur og óánægju ekki síst meðal íbúa í Skerjafirði. Vildi Sigmundur meina að þetta væri liður í áætlunum Reykjavíkurborgar um að fækka grænum svæðum og að þoka flugvellinum í burtu. Sagði hann innanríkisráðuneytið hafa verið platað af borgaryfirvöldum, ekki síst borgarstjóra, til að fallast á þessar framkvæmdir.

Sigmundur lýsti þó áhyggjum sínum yfir því hvort ráðherranum hefði verið alvara með þessum orðum sínum um að stöðva áformin því það hefði oft komið í ljós að orð væru ódýr hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Það sæist t.d. á því að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði lýst yfir stuðningi við flugvöllinn en samt fallist á þessi áform.

Guðlaugur Þór svaraði því til að hann hefði ekki fengið mikla gagnrýni fram til þessa fyrir að vera ekki alvara með orðum sínum. Hann sagði Sigmund færa um of ábyrgðina í málinu frá meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur yfir á innviðaráðherra. Hann hafi fyrst og fremst verið að vekja athygli á því að verið væri að ganga á græn svæði í Reykjavík:

„Við eigum mjög lítið eftir af því í Reykjavík vegna þess að við höfum gengið allt of langt á það. Ef menn stíga þessi skref þá verður það aldrei aftur tekið.“

Hvatti hann þingmenn þeirra flokka sem væru við völd í Reykjavíkurborg til að beita sér í málinu því þar væri umhverfisslys í uppsiglingu.

Sigmundur og Guðlaugur fara að deila

Sigmundur Davíð kom í annað sinn í pontu og var þá sparari á hrós í garð ráðherrans. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að um væri að ræða brellu hjá ráðherranum til að koma höggi á meirihlutann í borgarstjórn. Vitnaði hann í orð ráðherrans í Morgunblaðinu um að hann vonaði að meirihlutinn í Reykjavík myndi leysa málið en að það væri ekki í hans höndum. Vildi Sigmundur meina að málið væri sannarlega í höndum Guðlaugs Þórs. Spurði hann ráðherrann hvort hann hygðist beita sér gegn þessum áætlunum borgarinnar um íbúðabyggð á grænu svæði. Vildi hann vita hvað ráðherrann ætlaði að gera.

Þegar Guðlaugur Þór kom aftur í pontu virtist honum öllum lokið og sakaði Sigmund Davíð, með nokkuð hvössum orðum, um vanþekkingu á því hvar yfirráð yfir skipulagsmálum liggja:

„Virðulegi forseti. Mér finnst skrýtið að ég þurfi að útskýra hér fyrir fyrrverandi hæstvirtum forsætisráðherra og háttvirtum þingmanni hvar skipulagsvaldið er í þessum málum.“

Greip þá Sigmundur fram í og sagði að það þyrfti Guðlaugur ekki að gera en sá síðarnefndi lét þau orð ekki stöðva sig.

„Hvað er háttvirtur þingmaður að segja? Er háttvirtur þingmaður að segja að hann þekki ekki til stjórnskipunar landsins? Þetta er ekki á mínu borði, hefur aldrei verið á mínu borði. En hef ég beitt mér í þessu? Já, ég er að beita mér í þessu, annars væri háttvirtur þingmaður ekki að spyrja mig. Hef ég vald til að breyta skipulagi í Reykjavík? Nei, það hef ég ekki, háttvirtur þingmaður veit það mætavel, eða ég vona það. En ég hef ekki sagt mitt síðasta orð í þessu máli. Ég mun beita mér í þessu máli, líka þegar kemur að grænum svæðum í Reykjavíkurborg…

Greip Sigmundur þá aftur fram í og spurði ráðherrann hvernig hann ætlaði að beita sér en Guðlaugur hélt áfram:

 sem er mitt kjördæmi, og ég hef líka skoðun á því bara sem Reykvíkingur og Íslendingur hvernig er gengið þarna fram. En ég get ekki farið út fyrir mitt valdsvið og ég vona að háttvirtur þingmaður sé ekki að biðja mig um það.“

Lauk þessum orðaskiptum Sigmundar Davíð og Guðlaugs Þórs þar með en segja má að þau hafi endað með nokkuð óvinsamlegri hætti en þau hófust. Myndband má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal

Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Segir gagnrýni Bjarna og sjálfstæðismanna á Samgöngusáttmálann hitta þá sjálfa fyrir – sáttmálinn sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“

Fyrrum forstjóri Ríkiskaupa stendur þétt við bakið á Söru Lind – „Ekki ábyrg fyrir starfsmannaveltu Ríkiskaupa“
Hide picture