fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Framsóknarmaður leggst gegn tollfrelsi fyrir Úkraínu – „Við erum að taka gríðarlega áhættu“

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 11:30

Anton Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag rennur út tímabundið tollfrelsi hér á landi á innfluttum vörum frá Úkraínu. Í gildi hefur verið bráðabirgðaákvæði í tollalögum sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu en ákvæðið var sett inn í lög síðastliðið vor að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann flutti frumvarp um málið sem var samþykkt. ESB og Bretland hafa framlengt slíkt tollfrelsi, til stuðnings útlflutnings frá Úkraínu á erfiðum stríðstímum. Íslendingar hafa ekki framlengt tollfrelsið.

Ríkisstjórnin veltir því nú fyrir sér hvort framlengja eigi þetta tollfrelsi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hvatti stjórnvöld eindregið til þess í grein sem hann birti á Vísi í síðustu viku.

Sjá einnig: Ólafur spyr hvort Bjarni ætli að lúffa undan hagsmunaðilum í landbúnaði

Ólafur sagði að ríkisstjórnin væri undir þrýstingi frá kjúklingaframleiðendum í málinu en þeir leggðust eindregið gegn tollfrelsinu. Ólafur benti á að kjúklingur frá Úkraínu væri aðeins með um 2-3% markaðshlutdeild á íslenskum markaði fyrir kjúklingakjöt. Ólafur spurði hvort fjármálaráðherra væri með bein í nefinu og hvernig ráðamenn ætluðu að útskýra það fyrir Úkraínumönnum að fallið væri frá þessum stuðningi.

Varar við bakteríum

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ, leggst eindregið gegn tollfrelsi Úkraínu, í aðsendri grein á Vísir.is í dag. Annars vegar telur Anton að vegið sé að innlendum kjúklingaframleiðendum með tollfrelsinu en hins vegar varar hann við heilsufarshættu, þar sem setja þurfi spurningamerki við aðbúnað dýr í landi þar sem ríkir stríð. Anton bendir á að Vilhjálmur Arason heimilislæknir hafi bent á aukna hættu á útbreiðslu fjölónæmra baktería með frelsi í kjötinnflutningi. Er þar sérstaklega átt við súnubakteríum sem berast með sláturkjöti. Anton skrifar:

„Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni.

Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.“

Anton bendir á að bakteríurnar geti borist í menn og valdið blóðeitrun og heilahimnubólgu. „Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu,“ segir hann.

Anton segir ennfremur:

„Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus