fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Eru Bandaríkjamenn að verða þreyttir á gömlum forsetum?

Eyjan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 09:00

Trump og Biden takast á um forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri Bandaríkjamenn kalla nú eftir kynslóðaskiptum í stjórnmálum landsins. Þeir telja að bæði Joe Biden og Donald Trump séu of gamlir til að stýra landinu. Aldur Joe Biden, forseta, er orðinn algengt umræðuefni eins og verðbólgan og síhækkandi matvælaverð.

Það sama á við um Donald Trump, forvera Biden í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að hann hafi gert grín að aldri Biden í kosningabaráttunni 2020 og kallað hann „sleepy Joe“ þá er umræða af þessu tagi farin að beinast að honum sjálfum.

Gott dæmi um þetta mátti heyra þegar Nikki Haley, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, tilkynnti að hún vilji verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Þá sagði hún eiginlega skýrt á milli línanna að Trump sé orðinn of gamall til að gegna forsetaembættinu.

Hún sagði að baráttan fyrir þessa öld vinnist ekki ef áfram verður haldið að treysta á stjórnmálamenn frá síðustu öld.

Haley hefur lagt til að forsetar og þingmenn verði að gangast undir próf á andlegri getu þeirra þegar þeir ná 75 ára aldri. Þessi tillaga féll í grýttan jarðveg hjá ýmsum en aðrir taka henni fagnandi.

Ef Joe Biden býður sig fram aftur og nær kjöri, verður hann orðinn 86 ára þegar hann lætur af embætti. Þetta virðist hræða marga Bandaríkjamenn. Nýleg skoðanakönnun, sem var gerð fyrir AP, sýndi að aðeins 37% kjósenda Demókrataflokksins vilja að Biden bjóði sig fram á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu