fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Eyjan
Þriðjudaginn 7. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé við það að gera afdrifarík mistök í starfi. Hún gagnrýnir harðlega áform borgarinnar um að leggja niður Borgarskjalasafnið.

Kolbrún ritar í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag að það sæti furðu að réttlæta niðurlagningu Borgarskjalasafnsins með vísan í sparnað. 

„Borg­ar­stjóri er að fylgja eft­ir vondri og eig­in­lega óskilj­an­legri ráðgjöf ein­hverra, að öll­um lík­ind­um frá ákveðnum emb­ætt­is­mönn­um.

Farið var á svig við allt sam­ráð og sam­vinnu við starfs­menn og borg­ar­skjala­vörð og kom ákvörðun um niður­lagn­ingu safns­ins eins og blaut tuska í and­lit þeirra. Ekki er vitað hvað gera á við gríðarleg verðmæti sem safnið held­ur utan um eða þjón­ust­una sem það veit­ir.“

Kolbrún segir að skýrslan sem KPMG vann fyrir borgina sé full af sérkennilegum staðhæfingum og þar sé meintur sparnaður við aðgerðina „stórlega ýktur“.

Til dæmis sé reiknað með að eyða þurfi milljörðum í skrifstofur fyrir safnið þar sem það eigi að víkja úr Grófinni. Hins vegar sé þar miðað við áratugagamla greiningu á húsnæðisþörf sem var unnin fyrir tíma starfrænnar geymslu. Eins sé í skýrslunni sagt að það þurfi að ráða fleira starfsfólk, en þá fullyrðingu kannast borgarskjalavörður ekki við.

Skýrslan hafi líka verið unnin án þess að ítarlega hafi verið rætt við borgarskjalavörð, en samt sé það einmitt sá aðili sem best hljóti að þekkja þarfir og stöðu safnsins.

Eins megi í skýrslunni finna ávirðingar á borgarskjalavörð og honum ekki veittur andmælaréttur gagnvart þeirri gagnrýni.

Kolbrún rekur að Borgarskjalasafn heyri undir sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Heildarrekstrarkostnaður safnsins sé innan við 200 milljónir króna á ári, þar af launakostnaður vel undir 100 milljónum, en á sama tíma hafi ÞON fengið til ráðstöfunar yfir þrjá milljarða á ári undanfarin ár í þróunarverkefni, tilraunir og uppgötvunarvinnu. Veltir Kolbrún því fyrir sér hvort ekki væri lag fyrir KPMG að gera úttekt á því starfi og sjá hvort þar væri hægt að spara.

Hún segir að málið veki upp áleitnar spurningar. Eins og til dæmis hvort Þjóðskjalasafn sé tilbúið að taka við Borgarskjalasafni hvert sé kostnaðarmat af slíku verkefni og hvað gæti borgin þurft að greiða með safninu við þann flutning.

 
„Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi. Við í minni­hlut­an­um þurf­um að horfa upp á þenn­an vonda gjörn­ing og get­um ekk­ert gert. Borg­ar­bú­ar og framtíðar­borg­ar­bú­ar munu líða fyr­ir þetta. Sagn­fræðiheim­ur­inn er í upp­námi. Sagnfræðingafélagið staðfest­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar yrðu mik­il aft­ur­för. Slíkt safn sem Borg­ar­skjala­safn veit­ir al­menn­ingi aðgang að sögu sinni, varðveit­ir sögu ein­stak­linga og stofn­ana á svæðinu. Þannig þjón­ar Borg­ar­skjala­safnið íbú­um borg­ar­inn­ar öll­um, nem­end­um á hverju skóla­stigi, stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönn­um og fræðasam­fé­lag­inu af mik­illi fag­mennsku eins og seg­ir í álykt­un Sagn­fræðifé­lags­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar segir atkvæðagreiðslu á Alþingi hafa verið dapurlega – „Reistur hár og voldugur þagnarmúr“

Sigmar segir atkvæðagreiðslu á Alþingi hafa verið dapurlega – „Reistur hár og voldugur þagnarmúr“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun