fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Yfirlýsing Öfga: Hinn raunverulegi dómstóll götunnar

Eyjan
Föstudaginn 3. mars 2023 17:28

Baráttuhópurinn Öfgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birtist frétt á Vísi með fyrirsögninni „Ég er í fangelsi á Íslandi fyrir glæp sem ég framdi aldrei” og er  við dæmdan kynferðisafbrotamann, sem hefur verið dæmdur á tveimur dómstigum og Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni hans. Hér er ekki einu sinni hægt að reyna nota rökin um „saklaus uns sekt er sönnuð”, því sekt hans hefur verið sönnuð á öllum dómstigum íslenska réttarkerfisins. Við teljum umfjöllunina vera með öllu siðlausa og brjóta gegn siðareglum blaðamanna ásamt því að geta einnig varðað við almenn hegningarlög.

Telja að um sé að ræða brot á siðareglum

Samkvæmt 3. gr. um Siðareglur Blaðamannafélags Íslands er tekið fram að „blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.” Þessi umfjöllun fer gegn bókstaflega öllu sem kemur fram í þessari grein siðareglnanna sem við hefðum haldið að blaðafólki beri skylda til þess að fylgja.

Fordæma hlutdræga umfjöllun

Í fyrsta lagi er nánast engin upplýsingaöflun og sú upplýsingaöflun sem var gerð er dæmda kynferðisafbrotamanninum í hag. Í umfjöllunin kemur fram að afbrotamaðurinn skrifar „Ég var tekinn af lífi án dóms og laga, af réttarkerfinu í mínu eigin landi, það er enn erfiðara að horfast í augu við það”. Hvernig hefði þá verið að rekja mál hans ítarlega og í því samhengi fjalla um sakfellingarhlutfallið í kynferðisbrotamálum. Þess má geta að sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotamálum er 13%, svo það eri því gífurlega litlar líkur á að rangur maður sé dæmdur í margra ára fangelsi. Þar að auki, eins og kemur fram í ykkar umfjöllun, hefur afbrotmaðurinn farið í gegnum öll dómstig íslenska réttarkerfisins og þá spyrjum við hvernig geti þið leyft ykkur að hafa þetta upp eftir manninum? Þið eruð einn stærsti fjölmiðill landsins og þessi umfjöllun er svo hlutdræg að það er ykkur til háborinnar skammar.

Telja að um sé að ræða áframhaldandi ofbeldi gegn þolendum

Í öðru lagi eru þið að taka þátt í að beita þolendur þessa manns áframhaldandi ofbeldi. Þið eruð að birta umfjöllun eftir kynferðisafbrotamann og hafa það eftir honum þegar hann ásakar þolendur sína um lygar og fjárkúgun. Þá veltum við því fyrir okkur hvernig geti þið leyft ykkur að hafa þessar ærumeiðingar upp eftir honum og birta á ykkar vegum? Vert er að ítreka að ærumeiðingar varða við almenn hegningarlög nr. 19/1940. Svo ekki nóg með að umfjöllunin sé brot gegn siðareglum blaðamanna gæti hún einnig varðað við almenn hegningarlögum. Með þessu eru þið einnig að fara gegn seinni hluta 3. gr. Siðareglna blaðamanna þar sem þið eruð að taka þátt í að ráðast gegn saklausu fólki, þ.e.a.s. þolendum þessa kynferðisafbrotamanns. Þetta veldur þolendum hans gífurlegum sársauka og er vanvirðing við alla þolendur kynferðisofbeldis sem hafa treyst ykkur fyrir umfjöllun um sínar sögur.

Í þriðja lagi skrifar afbrotamaðurinn sem er haft eftir honum í ykkar umfjöllun „Áður fyrr var fólk eins og ég brennt á báli. Í dag eiga slíkar aftökur sér stað í jöfnum mæli, með nútímalegum hætti, af fjölmiðlum og áhrifahópum”. Ef blaðamaður hefði  vandað til upplýsingaöflunar hefði viðkomandi geta farið aðeins í söguna til að gera sér grein fyrir að í flest öllum tilvikum þar sem var verið að brenna einstaklinga á báli að þá voru það konur. Hér á árum áður voru það konur sem voru myrtar fyrir það sem í dag teljast mannréttindi kvenna. Hér var ekki unnin nein upplýsingaöflun til að sýna fram á mótsögn.

Vilja umfjöllunina út og afsökunarbeiðni

Það sem við biðjum um er eftirfarandi:

Að höfundur taki það til sín að með skrifum sínum hefur viðkomandi tekið þátt í að beita þolendur þessa dæmda kynferðisafbrotamanns áframhaldandi ofbeldi. Tiltekin blaðamaður hefur tekið þátt í aðför gegn þeim með því að hafa eftir geranda þeirra að þær séu lygarar og fjárkúgarar. Þá hefur viðkomandi tekið þátt í að ærumeiða þær sem varðar við almenn hegningarlög. Á þessu ber höfundur ábyrgð og umfjöllunin sýnir svo skýrt hans eigin hlutdrægni.

Þrátt fyrir að höfundur beri ábyrgð á skrifum sínum beri framkvæmdastjóri, ritstjóri og fréttastjóri eins stærsta fjölmiðil landsins einnig ábyrgð fyrir það að ykkar miðill sé að taka þátt í aðför gegn þolendum og gefa geranda tækifæri á að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi.

Við krefjumst þess að umfjöllunin verði tekin út og birt verði opinber afsökunarbeiðni til þolenda kynferðisafbrotamannsins og teljum við þetta rökrétt út frá því að umfjöllunin augljóslega brýtur gegn 3. gr. siðareglna um blaðamenn. Þar að auki auglýsir umfjöllunin styrktarsöfnun kynferðisbrotamannsins sem er hafin á röngum forsendum, þar sem hann er ekki ranglegu dæmdur maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið
EyjanFastir pennar
10.03.2024

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennar
07.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum
EyjanFastir pennar
03.03.2024

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð