fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Jóhanna og Maggý til Svars

Eyjan
Föstudaginn 3. febrúar 2023 11:22

(F.v) Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna, sem er viðurkenndur bókari og tollmiðlari, bætist við bókhaldsdeild fyrirtækisins en deildin samanstendur eftir ráðningu hennar af fjórum einstaklingum. Maggý mun verkefnastýra hinum ýmsu verkefnum, en þeirra á meðal er innleiðing Zoho hugbúnaðarkerfisins, bæði hjá viðskiptavinum Svars og innanhúss í fyrirtækinu. Maggý er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

„Ég er mjög spennt fyrir því að takast á við verkefnin hjá Svari og kem til með að nýta þekkingu mína í faglegri verkefnastjórnun, ásamt því að hafa ríka innsýn í hugbúnaðinn sem við seljum, vegna tæknilegrar þekkingar minnar úr námi og fyrri störfum. Næstu ár verða áhugaverð í okkar hraða og síbreytilega geira og ég hlakka til að leggja drög að þeim markmiðum okkar að hámarka notkun Zoho á Íslandi,“ segir Maggý Möller.

Stefnt er að því að Zoho verði ráðandi á markaðnum innan fimm ára og þar með stærri en samkeppnisaðilar, á borð við Microsoft, Oracle og Salesforce.

„Zoho hefur verið á markaðnum í tæp 30 ár og er notað af stórfyrirtækjum erlendis, líkt og Amazon, Netflix og Siemens, en í dag eru um 80 milljónir notenda á heimsvísu. Maggý kemur því sterk inn á markaðinn til að stuðla að því að sem flestir íslenskir notendur fái að njóta þess sem viðskiptalausnir Zoho hafa upp á að bjóða. Við hjá Svari erum stolt af því að hafa margar öflugar konur innanborðs og Jóhanna María og Maggý eru þar frábærar viðbætur,“ segir Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“