fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Guðrún segir tölurnar sláandi – Opinberum starfsmönnum fjölgar gífurlega og launin þeirra hækka

Eyjan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 13:35

Guðrún Hafsteinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tölur um fjölgun opinberra starfsmanna á Íslandi séu sláandi og það sé staðreynd sem verði að ræða án þess að fara í skotgrafir. Hún bendir á að eðli málsins samkvæmt standi einkageirinn undir verðmætasköpun í landinu. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Op­in­ber­um starfs­mönn­um fjölgaði um 11.400 á ár­un­um 2015-2021 eða um 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfs­fólki á al­menn­um vinnu­markaði um 4.200 eða um 3%,“ segir Guðrún og vísar í nýútkomna skýrslu frá Félagi atvinnurekenda. Hún bendir jafnframt á að laun fari hækkandi hjá hinu opinbera og dregur fram eftirfarandi samanburðarpunkta:

• Laun eru orðin hærri víða í op­in­bera kerf­inu en á einka­markaði.

• Líf­eyr­is­rétt­indi eru orðin jöfn í op­in­bera geir­an­um og á einka­markaði.

• Vinnu­tím­inn er styttri hjá hinu op­in­bera.

• Starfs­ör­yggið er meira með ráðning­ar­vernd hins op­in­bera.

• Verðmæt­in verða til í einka­geir­an­um til að standa und­ir stjórn­sýslu og op­in­berri starf­semi að stór­um hluta.

Ríkisútgjöld eiga eftir að hækka

Guðrún segir það vera skrifað í skýin að ríkisútgjöld eigi eftir að hækka vegna öldrunar þjóðarinnar. Því verði að auka verðmætasköpun, stækka kökuna sem verður til skiptanna. „Fyr­ir ligg­ur að við þurf­um að auka út­flutn­ing um þúsund millj­arða króna á næstu tveim­ur ára­tug­um til að halda hér uppi þeim lífs­gæðum sem við þekkj­um í dag. Það ger­ir um millj­arð króna á viku!“

Guðrún segir að eina leiðin til að auka verðmætasköpun í landinu sé að örva einkaframtakið enda verði nánast allar útflutningstekjur þjóðarinnar til í einkageiranum. En á sama tíma og störfum fjölgar takmarkað í einkageiranum hafi orðið stórfjölgun starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Guðrún skrifar:

„Hvað sem hver seg­ir þá ber brýna nauðsyn til þess að stíga á brems­ur, stöðva þenslu op­in­bera kerf­is­ins, koma á það bönd­um og draga úr um­svif­um þess með því að flytja þaðan verk­efni og störf til einka­geir­ans í mun meira mæli en gert hef­ur verið. Í þeim efn­um höf­um við ekki val.“

Segir hún að margir stjórnmálamenn og embættismenn telji að verðmætin skapist innan skrifstofuveggja hins opinbera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag