fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Skattahækkanir stjórnvalda – „Þyngra en tárum taki“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 18:34

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir skattahækkanir stjórnvalda hafa valdið því að 53% af verðbólguhækkun janúarmánaðar sé á ábyrgð stjórnvalda.

„Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að aðgerðir stjórnvalda hvað skattahækkanir varðar, varð þess valdandi að 53% af verðbólguhækkuninni í janúar er á ábyrgð stjórnvalda. Neysluvísitalan hækkaði um 0,85% milli mánaða og 0,45% af 0,85% er vegna skattahækkana stjórnvalda eða eins og áður sagði 53% af hækkun á neysluvísitölunni milli mánaða,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Stjórnvöld hafa öskrað á okkur í verkalýðshreyfingunni um að allir verði að leggja sig fram við að ná niður verðbólgunni, en koma svo fram með skattahækkanir sem hækka verðbólguna um 0,45% á milli mánaða. Er þetta trúverðugur málflutningur stjórnvalda?“

Vilhjálmur segir að skattahækkanirnar, sem hafi 0,45% áhrif á neysluvísitöluna, muni leiða til þess að verðtryggðar húsnæðisskuldir heimilanna munu hækka um 7,2 milljarða á milli mánaða. „Já skattahækkanir stjórnvalda hækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um 7,2 milljarða á einum mánuði. Þetta er svo gjörsamlega galið!“

Vilhjálmur segir margt benda til að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti og nota það sem rök að verðbólgan sé enn á uppleið. Segir hann ábyrgðina eigi að síður vera stjórnvalda eins og samantekt hagdeildar ASÍ sýnir og sannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun