fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Skattahækkanir stjórnvalda – „Þyngra en tárum taki“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 18:34

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir skattahækkanir stjórnvalda hafa valdið því að 53% af verðbólguhækkun janúarmánaðar sé á ábyrgð stjórnvalda.

„Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að aðgerðir stjórnvalda hvað skattahækkanir varðar, varð þess valdandi að 53% af verðbólguhækkuninni í janúar er á ábyrgð stjórnvalda. Neysluvísitalan hækkaði um 0,85% milli mánaða og 0,45% af 0,85% er vegna skattahækkana stjórnvalda eða eins og áður sagði 53% af hækkun á neysluvísitölunni milli mánaða,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Stjórnvöld hafa öskrað á okkur í verkalýðshreyfingunni um að allir verði að leggja sig fram við að ná niður verðbólgunni, en koma svo fram með skattahækkanir sem hækka verðbólguna um 0,45% á milli mánaða. Er þetta trúverðugur málflutningur stjórnvalda?“

Vilhjálmur segir að skattahækkanirnar, sem hafi 0,45% áhrif á neysluvísitöluna, muni leiða til þess að verðtryggðar húsnæðisskuldir heimilanna munu hækka um 7,2 milljarða á milli mánaða. „Já skattahækkanir stjórnvalda hækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um 7,2 milljarða á einum mánuði. Þetta er svo gjörsamlega galið!“

Vilhjálmur segir margt benda til að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti og nota það sem rök að verðbólgan sé enn á uppleið. Segir hann ábyrgðina eigi að síður vera stjórnvalda eins og samantekt hagdeildar ASÍ sýnir og sannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra