fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Eyjan

Biden segist bjóða sig fram til endurkjörs vegna Trump

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. desember 2023 13:30

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tjáði gestum á fjáröflunarfundi Demókrataflokksins í gær að hann væri ekki viss um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári ef Donald Trump hefði ekki boðið sig fram.

Þetta kemur fram í frétt CNN en eins og kunnugt er hefur verið mikið rætt um hvort forsetinn sé ekki orðinn allt of gamall til að bjóða sig fram til endurkjörs en hann er 81 árs.

„Ef Trump væri ekki í framboði þá er ég ekki viss um að ég væri í framboði,“ sagði forsetinn.

Hann bætti því við að Demókratar mættu ekki láta Trump vinna kosningarnar.

Fundurinn fór fram í íbúðarhúsi í Boston. Samkvæmt heimildum CNN komu ummælin starfsliði forsetans í opna skjöldu.

Talsmenn framboðs Biden gerðu lítið úr ummælunum og sögðu að Biden hefði alltaf lýst Trump sem sérstakri ógn við Bandaríkin og hann hefði viðhaft samskonar ummæli í framboði sínu vegna kosninganna 2020.

Allt virðist stefna í að Donald Trump muni verða forsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum á næsta ári.

Chris Coons, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Delaware ríki, er einn af kosningastjórum Biden. Hann sagði við CNN að Biden líti réttilega á Trump sem ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum:

„Biden forseti hefur unnið Trump áður og hann mun gera það aftur.“

Biden dró þó úr ummælum sínum síðar sama dag þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs ef Trump væri ekki í framboði:

„Ég býst við því en sjáið þið til hann er í framboði og ég verð að bjóða mig fram.“

Framboð Bidens stendur nú í mikilli fjáröflun en það mun leita til bæði fjársterkra aðila og horfa til smærri framlaga og treysta á starf sjálfboðaliða við að afla fjár.

Alls mun Biden vera viðstaddur á 7 fjáröflunarsamkomum í þessari viku og fleiri eru á dagskránni síðar í þessum mánuði. Talið er mögulegt að framboð hans til endurkjörs muni kosta milljarð dala (rúmlega 139 milljarðar íslenskra króna). Hann hefur átt erfitt með að halda vinsældum á þessu kjörtímabili og margir kjósendur efast um að það borgi sig að greiða forsetanum atkvæði sitt til að tryggja honum annað kjörtímabil.

Á öðrum fjáröflunarfundi sagði Biden að Trump hefði ekkert farið í grafgötur með hvað hann ætlaði sér að gera ef hann nær kjöri.

Í ræðu í síðasta mánuði sagði Trump: „Við munum losa okkur við kommúnista, marxista, fasista og róttæka vinstri rudda sem lifa eins og meindýr í landinu okkar.“

Trump bætti við:

„Hin raunverulega ógn er ekki frá róttæka hægrinu. Hin raunverulega ógn er frá róttæka vinstrinu og hún fer vaxandi með hverjum degi sem líður.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga

Reykjavíkurborg leitar á náðir þróunarbanka til að fjármagna viðhald skólabygginga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík

Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára og Stefán til gæðalausna Origo

Lára og Stefán til gæðalausna Origo
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón

Óttar Guðmundsson skrifar: Netverjar með hugsjón