fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir mikilvægt að halda stjórnmálamönnum frá Bessastöðum – skorar á Guðna að halda áfram

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. desember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægt er að halda stjórnmálamönnum frá forsetaembættinu og reynslan hefur sýnt okkur að ópólitískir forsetar hafa reynst okkur betur en þeir sem koma úr pólitíkinni. Þetta kemur fram í nýjum Dagfarapistli sem Ólafur Arnarson skrifar á Hringbraut. Ólafur lýsir þeirri von sinni að Guðni Th. Jóhannesson, sem hafi reynst kjölfesta þjóðarinnar á erfiðum tímum, gefi kost á sér til áframhaldandi setu í embætti forseta, en yfirlýsingar frá honum er að vænta í nýársávarpi hans á mánudag.

Ólafur vitnar í viðtal, sem Heimir Már Pétursson átti við Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, nýlega og endursýnt var um jólin á Stöð 2. Þar hafi komið margt athyglisvert fram. Heimir ræddi meðal annars við hana um þann möguleika sem forseti hefur til að neita að staðfesta lög sem Alþingi hefur samþykkt.

Vigdís beitti þessu valdi aldrei og sagði í viðtalinu að hún teldi óheppilegt að forseti grípi þannig inn í það sem meirihluti réttkjörins Alþingis hafi ákveðið. Einnig lagði hún áherslu á hve mikilvægt væri að forsetinn gæti haldið sig utan við pólitísk átök til þess að geta gegnt hlutverki sínu á trúverðugan hátt.

Þegar hún var spurð hvort hún væri sannfærð um mikilvægi embættisins, hvort það væri nauðsynlegt fyrir þjóðina af hafa forseta, þá svaraði frú Vigdís því með afgerandi hætti að hún teldi embættið mikilvægt og nauðsynlegt: „Það skiptir máli að hafa einhvern sem er fyrir utan stjórnmálin,“ sagði hún.

Ólafur rifjar upp að nafni hans, Ólafur Ragnar Grímsson, eftirmaður Vigdísar í embætti, beitti þessu neitunarvaldi í þrígang. Hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar árið 2004 og ríkisstjórnin afturkallaði lögin í kjölfarið þannig að ekki reyndi á stuðning þjóðarinnar. Þá neitaði Ólafur Ragnar í tvígang að staðfesta lög frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um uppgjör Icesave og í bæði skiptin hafnaði þjóðin lögunum.

Væntanlega felast í Dagfarapistli Ólafs þau skilaboð til Katrínar Jakobsdóttur að hún eigi ekki erindi á Bessastaði en löngum hefur verið spáð og spekúlerað um að hugur hennar standi til þess að gegna embætti forseta lýðveldisins áður en hún sest í helgan stein.

Dagfarapistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“