fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Fer Dagur í landsmálin og verður heilbrigðisráðherra?

Eyjan
Föstudaginn 29. desember 2023 18:00

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Dagur B. Eggertsson kunni að snúa sér að landsmálunum fyrir næstu kosningar, taki sæti á Alþingi og verði jafnvel heilbrigðisráðherra ef stuðningur við Samfylkinguna heldur áfram að vera eins góður og kannanir hafa sýnt allt þetta ár. Nái Samfylkingin 25 til 30 prósenta fylgi má gera ráð fyrir því að formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, myndi næstu ríkisstjórn. Verði Dagur þá kominn á þing þyrfti ekki að koma á óvart þótt Samfylkingin legði áherslu á að taka að sér heilbrigðisráðuneytið og skipaði Dag í stöðu ráðherra þess málaflokks. Hann yrði þá fyrsti heilbrigðisráðherra Íslandssögunnar sem hefði læknismenntun. Það hefur aldrei gerst og margir telja tíma til kominn að maður með læknismenntun taki þetta mikilvæga ráðuneyti að sér. Einu sinni áður hefur hjúkrunarfræðingur gegnt þessu embætti, Ingibjörg Pálmadóttir.

Þann 16. janúar nk. lætur Dagur af embætti borgarstjóra og tekur við formennsku í borgarráði sem er mikil áhrifastaða innan borgarkerfisins. Hann hefur alla möguleika á að njóta sín þar, en Dagur hefur verið helsti ráðamaður borgarinnar allt frá árinu 2010 þegar Samfylkingin myndaði meirihluta með Besta flokknum og Jón Gnarr varð borgarstjóri og Dagur formaður borgarráðs. Árið 2014 tók hann svo við stöðu borgarstjóra. Hann hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2002. Hann er því reynslumesti borgarfulltrúinn og einn reyndasti stjórnmálamaður landsins um þessar mundir.

Orðið á götunni er að lagt sé að honum að búa sig undir að taka skrefið yfir í landsmálin fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi árið 2025 – en margir telja að þær verði þegar á næsta ári miðað við það hve staða núverandi ríkisstjórnar er veik. Stjórnarflokkarnir hafa allir tapað miklu fylgi samkvæmt öllum skoðanakönnunum árið 2023 en Samfylkingin hefur unnið stöðugt á. Nú er svo komið að flokkur forsætisráðherra er við það að falla út af Alþingi ef fram heldur sem horfir. Margir telja það það yrði ákaflega sterkt að Dagur leiddi lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna en Kristrún formaður leiðir hinn listann í Reykjavík.

Orðið á götunni er að Degi standi til boða áhugaverðar stöður í útlöndum og ekkert er því heldur til fyrirstöðu að hann leiði Samfylkinguna áfram í borgarmálum en kosningar verða næst vorið 2026.

Þrátt fyrir það er talið að landsmálin hljóti að freista Dags ef fram heldur sem horfir og staða Samfylkingarinnar á landsvísu verður svona sterk þegar nær dregur þingkosningum. Hann er á besta aldri til að taka þetta skref, 51 árs. Dagur er einn reyndasti stjórnmálamaður landsins en reynsla er trúlega það sem forystu Samfylkingarinnar á þingi skortir helst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember