fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Björn Ingi svartsýnn: „Fleiri hjól eru við það að hrynja undan bílnum“

Eyjan
Mánudaginn 18. desember 2023 08:30

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum. mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að ef til vill sé ekki ástæða til að ætla að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lifi fram eftir næsta ári.

Björn Ingi gerir þetta að umtalsefni í einskonar uppgjörsgrein á Viljanum eftir að Alþingi fór í jólafrí sem stendur til 22. janúar næstkomandi.

Hann segir það vekja athygli að utan EES-mála og málefna tengdum fjárlögum hafi stjórnarflokkarnir náð nánast engu fram fyrir jólafrí. Þannig hafi stóra málinu um lög vegna neyðarástands í raforkumálum skyndilega verið kippt til baka á laugardag og afgreiðslu frestað fram yfir áramót.

Björn Ingi segir þetta minna á lokadaga þingsins í fyrravor þegar ágreiningur innan stjórnarliðsins var öllum ljós og mörg brýn stjórnarfrumvörp dregin til baka.

„Stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn sem Viljinn hefur rætt við undanfarna daga, viðurkenna að staðan sé furðuleg og erfitt sé að þetta gangi svona mikið lengur. Innbyrðisátök, misvel falin, taka mesta orku stjórnarliða og fyrir vikið er þjóðfélagið allt að líða fyrir kyrrstöðupólitíkina sem ræður ríkjum. Það sem eitt sinn átti að vera breitt stjórnarsamstarf þvert frá vinstri til hægri og yfir miðju stjórnmálanna með stuðning alls þorra almennings, hefur snúist upp í átakahóp sem litlu fær áorkað og horfir fram á fylgishrun frá mánuði til mánaðar,“ segir hann í pistli sínum.

Hann segir að þingmenn úr öllum flokkum segist alls ekki útiloka að stjórnin springi snemma á nýju ári.

„Þrjú hjól undir bílnum, en áfram skröltir hann þó,“ var eitt sinn sungið og á vel við nú um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Vandinn er að fleiri hjól eru við það að hrynja undan bílnum og að óbreyttu mun hann lenda úti í skurði. Það er óumflýjanlegt.“

Alla greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi