fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íslensk fyrirtæki kaupa hugbúnaðarþjónustu í Úkraínu – jafnvel hægt að fá heilu tölvudeildirnar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. desember 2023 17:30

Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Itera á Íslandi útvegar íslenskum fyrirtækjum hugbúnaðarsérfræðinga, jafnvel heilu tölvudeildirnar sem starfa m.a. í Úkraínu. Úkraínsk vinnulöggjöf býður upp á sveigjanleika sem ekki er til staðar hér á landi og því er hægt að bregðast hratt við breyttum þörfum viðskiptavina. Verkalýðs- og fagfélög hafa ekki gert athugasemdir við þá þjónustu sem Itera veitir vegna þess hve mikil vöntun er á sérþekkingu í hugbúnaðargeiranum hér á landi. Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 1.mp4

Getur þá einhver, sem veit ekki hvað snýr fram og hvað snýr aftur á tölvu en fær góða hugmynd sem kallar á hugbúnaðargerð, getur hann bara stofnað fyrirtæki og ráðið til sín sérfræðinga í verkefnið hjá þér?

Já, það er bara nákvæmlega þannig og við erum með eitt til tvö fyrirtæki á þannig vegferð, sprotafyrirtæki sem eru að vinna út frá góðum hugmyndum en hafa ekki getað fengið fólk inn hér. Það er ekkert allir tilbúnir að fara að vinna hjá einhverju sprotafyrirtæki sem þú veist ekki hvar verður eftir 3-6 mánuði – færðu fjármagn eða hvað? Þá er þetta borðleggjandi. Plús síðan þessi sveigjanleiki. Þarna er önnur vinnulöggjöf og þetta eru verktakasamningar. Þú ert í rauninni að kaupa þetta sem þjónustu sem gerir það að verkum að þú getur skipt um lið með 30 daga fyrirvara t.d. eftir því sem þú ert að fara að gera; ætlarðu að vinna í fram endanum eða í bak endanum, erum við á eftir öðru hvoru megin? Þá getum við sveiflað þessu til á mjög einfaldan og skjótan hátt,“ segir Snæbjörn Ingi. „Ef þú ert að ráða fólk hér inn í svona verkefni þá ertu bara bundinn í þrjá mánuði eftir reynslutíma og sveigjanleikinn er enginn.“

Það vakna spurningar hvort verkalýðs- eða fagfélög hér fetta ekki fingur út í ykkar starfsemi.

Það hefur ekki gerst enn þá vegna þess að skorturinn er bara það mikill og það er gríðarleg gróska hér í dag og við erum að sjá fullt af flottum og áhugaverðum fyrirtækjum sem eru að leita að fólki til að geta komið sínum lausnum á markað. Við gætum verið að vinna með fyrirtæki eins og Kerecis, við gætum verið að vinna fyrir fyrirtæki eins og Össur eða Marel, eða Meniga sem voru í fréttum í vikunni – allt á uppleið hjá þeim. Við getum stutt við þennan markað og hjálpað þessum íslenska upplýsingatæknimarkaði að vaxa,“ segir Snæbjörn Ingi.

Hann segir frá því að þegar Itera var stofnað hér á landi, árið 2021, hafði fyrirtækið verið með starfsemi hér  síðan 2016. „Þá var það dóttureining frá Noregi en núna er þetta sér fyrirtæki. Við gerum upp í íslenskum krónum og borgum skatta og allt slíkt, gefum út reikninga í íslenskum krónum. Þannig erum við ekkert að gera hlutina öðruvísi en önnur upplýsingatæknifyrirtæki sem eru að selja sambærilega þjónustu.

Þetta og margt fleira í hlaðvarpi Markaðarins. Meðal annars verður fjallað um innviði og fjarskipti í stríðshrjáðri Úkraínu og það vandamál að háskólar og atvinnulífið virðast ekki starfa nægilega vel saman á sviði hugbúnaðar- og tæknigreina hér á landi.

Hlaðvarpið í heild verður aðgengilegt hér á Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardaginn 16. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Hide picture