fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð stefnir að því að verða forsætisráðherra aftur – Segir ríkisstjórnina hafa slegið met í útgjöldum en árangurinn sé verðbólga

Eyjan
Mánudaginn 11. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er maður ekki í þessu nema til að reyna að ná fram eins miklum áhrifum og maður getur. Það hjálpar líka til við að halda þessu áfram, því að þetta er ekki alltaf skemmtilegt starf en oft skemmtilegt, margir kostir og ýmsir gallar líka, það hjálpar til að telja þörfina fyrir heilbrigða skynsemi vera orðna meiri en nokkurn tíma áður,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í viðtali við Frosta Logason á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Aðspurður játar Sigmundur því að hann stefni á að komast aftr í stól forsætisráðherra. Hann var forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá árinu 2013 til 2016, er hann neyddist til að segja af sér í skugga Wintris-málsins. Í viðtalinu við Frosta segir Sigmundur að hann telji vel hafa tekist til hjá sér í embætti.

„Ætti ég að minnsta kosti ekki að reyna að breyta hlutunum, hafandi fengið tækifæri til þess og ég held nýtt það ágætlega á sínum tíma,“ segir Sigmundur.

Sigmundur segir hagstjórn núverandi ríkisstjórnar vera galna:

„Hún hefur slegið öll met í útgjöldum, öll met í útgjaldaukningu, hvort sem er í krónum eða raunvirði. Hvað höfum við fengið fyrir það? Ekki neitt. Er heilbrigðiskerfið betra en áður en hún tók við? Eru biðlistarnir styttri? Er menntakerfið í betra standi? Greinilega ekki.“

Sigmundur segir að ríkisstjórnin rugli saman útgjaldaaukningu og árangri. Útgjöld til heilbrigðismála séu t.d. hærri en nokkru sinni fyrr en árangurinn sé engan veginn í samræmi við aukninguna.

„Svona er bara bætt í og bætt í án þess að fá nokkuð fyrir það nema verðbólgu,“ segir Sigmundur og segir jafnvel fyrrverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, vera í afneitun gagnvart því að aukning ríkisútgjalda kyndi upp verðbólgu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar