fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir Seðlabankann gefa skít í alla nema fjármálakerfið – „Hvar er þessi hagfræði kennd?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson fer hörðum orðum um Seðlabanka Íslands og vaxtastefnu hans í nýrri færslu á Facebook. Hann segist hugsi yfir þeirri röksemdafærslu þeirra sem segja miklar vaxtahækkanir bankans stafa af því að hann sé að framfylgja sínu lögboðna hlutverki.

Hann birtir orðrétta 2. gr. laga um Seðlabankann þar sem kveðið er á um markmið hans og verkefni:

Seðlabanki Íslands skal stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi.“

Vilhjálmur spyr hvort það stuðli að stöðugu verðlagi að hækka stýrivextina um 362,5% á 20 mánaða tímabili?

„Er það að stuðla að verðstöðugleika að fjölskylda sem er með 40 milljóna óverðtryggt húsnæðislán hafi þurft að taka á sig aukna vaxtabyrði sem nemur 218 þúsundum á 20 mánaða tímabili? Vaxtabyrði sem hefur farið úr 140 þúsundum í 358 þúsund á þessu umrædda tímabili.

Er það að stuðla að verðstöðugleika að leggja 105 milljarða á atvinnulífið í aukinn fjármagnskostnað á 12 mánaða tímabili eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á. Aukinn fjármagnskostnað sem lendir af fullum þunga á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem varpa þessum aukna fjármagnskostnaði út í verðlagið.

Eru stýrivaxtahækkanir Seðlabankans að stuðla að verðstöðugleika með því að leggja nokkra milljarða aukinn fjármagnskostnað á bændur?

Vilhjálmur tekur dæmi um vísitölufjölskyldu sem fyrir utan húsnæðiskostnað hefur útgjöld upp á um hálfa milljón á mánuði. Verðbólgan hækkar þessi útgjöld um 3.300 krónur á mánuði, eða 40 þúsund á ári, í einfaldaðri mynd.

En ef þessi vísitölufjölskylda er með 40 milljóna óverðtryggt húsnæðislán á breytilegum vöxtum þá hefur vaxtabyrðin hækkað um 218 þúsund á mánuði eða 2,6 milljónir á ársgrundvelli.

Hversu galið er þetta? Kallast þetta að stuðla að verðstöðugleika að ná niður verðbólgu sem kostar þessa vísitölufjölskyldu 3.300 krónur á mánuði með því að leggja á auka vaxtabyrði sem nemur 218 þúsundum á mánuði.

Hvar er Þessi hagfræði kennd?

Hann spyr hvort það sé e.t.v. seinni hluti 2. gr. laga um Seðlabankann sem sé aðalmálið, en þar segir orðrétt: „fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi.“

Gengur þetta allt út á að tryggja fjármálastöðugleika fjármálakerfisins, skítt með launafólk, heimilin, bændur og lítil og meðalstór fyrirtæki og er von að maður spyrji!

Seðlabankinn og stefna hans í peningamálum fær ekki háa einkunn hjá þeim sem setja athugasemdir við færslu Vilhjálms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli