fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
EyjanFastir pennar

Kristrún skrifar: Frumskylda að verja þjóðaröryggi

Eyjan
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 18:37

Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæsla Íslands er stolt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Það er frumskylda ríkisstjórnar á hverjum tíma að standa vörð um þjóðaröryggi og öflugar almannavarnir. Fyrr í haust sagði dómsmálaráðherra í svari við fyrirspurn sem ég bar upp á Alþingi: „Það liggur alveg fyrir að það þarf að koma aukið fjármagn eða það þarf að selja flugvél, skip eða þyrlu.“ Þar vísaði ráðherra til vanfjármögnunar Landhelgisgæslunnar á fjárlögum og áralangrar vanrækslu núverandi ríkisstjórnar á sviði öryggismála. Nú stefnir í að ríkisstjórnin ætli ekki að gera neinar breytingar þar á í breytingartillögum sínum við eigin fjárlög. Það er háalvarlegt mál og þess vegna stóð ég fyrir sérstakri umræðu á Alþingi í dag um stöðu Landhelgisgæslunnar þar sem dómsmálaráðherra var til svara.

Hver stöðvar þá málið?

Niðurstaða þeirrar umræðu er sú að Landhelgisgæsla Íslands var lofuð í bak og fyrir af þingmönnum stjórnarflokkanna en ekki fjármögnuð. Dómsmálaráðherra gat ekki gefið afdráttarlaus svör við þeim spurningum sem ég lagði fram en sagðist vona að Alþingi gerði breytingar á fjárlögunum. Það sætir furðu að mínu mati að ríkisstjórnin skuli ekki geta náð saman um svona grundvallarmál. Ljóst var af umræðunni að krafan um viðunandi fjármögnun Gæslunnar nýtur breiðs stuðnings innan allra þingflokka á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn töluðu einni röddu. Og jafnvel stjórnarliðum er nóg boðið — eins og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, orðaði það: „Ég er orðin vel þreytt á að koma hingað upp í ræðustól til að berjast fyrir því að björgunargeta, innviðir og fjárframlög til Landhelgisgæslu og löggæslu séu tryggð með viðunandi hætti.“ Svipað var uppi á teningnum hjá öðrum þingmönnum stjórnarflokkanna sem tóku til máls. Ég spyr því: Hver stöðvar málið? Hvar strandar fjármögnun Landhelgisgæslunnar í raun? Erum við sem þjóð ekki lengur fær um að halda uppi lykilstofnunum til að tryggja öryggi og almannavarnir?

Til skammar fyrir ríkisstjórnina

Þessi staða er til skammar fyrir ríkisstjórnina og ekki síst Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur farið með ráðuneyti fjármála og dómsmála óslitið undanfarinn áratug. Þetta segi ég ekki af léttúð. En sú staða er einfaldlega komin upp að það er orðinn árviss viðburður að karpa um hvort Landhelgisgæslan þurfi að selja frá sér mikilvægan tækjakost til að standa undir rekstri. Þó að engar vísbendingar hafi komið fram um að reksturinn sé í ólagi heldur þvert á móti. Til að viðhalda óbreyttri starfsemi vantar 1 milljarð króna í fjárlög ársins 2024. En samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar þyrfti að styrkja rekstrargrunninn um 2 milljarða króna til að standa undir þeirri þjónustu sem Landhelgisgæslunni er ætlað að veita um land allt. Þá yrði til að mynda mögulegt að starfrækja björgunar- og sjúkraþyrlu á Norðausturlandi, og fjölga um leið áhöfnum til að stytta viðbragðstíma á Vestur- og Suðurlandi. Þannig mætti styrkja til muna viðbragðsgetu í björgun sem og sjúkraflutninga í landinu. Þetta er einmitt ein af þeim tillögum sem við í Samfylkingunni kynntum á dögunum um heilbrigðismál í útspilinu Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum.

Tökum höndum saman í þágu þjóðaröryggis

Ég bind vonir við að Alþingi geti tekið höndum saman á næstu dögum og snúið við vondri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að vanfjármagna Landhelgisgæslu Íslands. Það hljótum við að geta gert í þágu
þjóðaröryggis og almannavarna í landinu En ég tel að stjórnarliðar þurfi að hugsa sinn gang. Hvers konar efnahagsstefnu er verið að reka ef það er orðinn árviss umræða hvort Landhelgisgæslan þurfi „selja flugvél, skip eða þyrlu“ til að geta staðið undir grunnrekstri?

Kristrún Frostadóttir,
formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Ísland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Broskarl úr bankanum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Broskarl úr bankanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Trúin — menningin — móðurmálið  

Björn Jón skrifar: Trúin — menningin — móðurmálið  
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Maðurinn sem varð að snúa aftur

Sigmundur Ernir skrifar: Maðurinn sem varð að snúa aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Afleiðing veltuhraða á ráðherrastóli

Þorsteinn Pálsson skrifar: Afleiðing veltuhraða á ráðherrastóli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Morgunblaðsfrumvarpið fæðist

Svarthöfði skrifar: Morgunblaðsfrumvarpið fæðist
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Uppreisn og samtal

Þorsteinn Pálsson skrifar: Uppreisn og samtal
EyjanFastir pennar
04.02.2024

Björn Jón skrifar: Horft á heiminn í spegli

Björn Jón skrifar: Horft á heiminn í spegli
EyjanFastir pennar
30.01.2024

Svarthöfði skrifar: Er glæsihýsi þingmanna mislukkað?

Svarthöfði skrifar: Er glæsihýsi þingmanna mislukkað?
EyjanFastir pennar
28.01.2024

Björn Jón skrifar: Forseti á að vera lífsreyndur 

Björn Jón skrifar: Forseti á að vera lífsreyndur