fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Sigmar allt annað en sáttur: „Ríkið notaði rúm­an millj­arð af gjald­inu í annað“

Eyjan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að hugur okkar allra sé hjá Grindvíkingum þessa dagana. Hann segir að mikil samstaða hafi verið á Alþingi um lög sem heimila gerð varnargarða en setur, eins og margir aðrir, stórt spurningamerki við fjármögnun verkefnisins.

„Til að fjár­magna varn­irn­ar var lagður nýr skatt­ur á all­ar fast­eign­ir í land­inu. Þann skatt þurfa ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög að greiða. Þótt all­ir séu hlynnt­ir því að varn­irn­ar séu reist­ar verður að gera at­huga­semd við að fyrsta hug­detta sé alltaf að hækka skatta. Sér í lagi í þessu til­viki því það eru til fjár­mun­ir í vara­sjóði rík­is­ins,“ segir Sigmar í aðsendri grein á leiðarasíðu Morgunblaðsins í dag.

Sigmar bendir á að þessum sjóði sé beinlínis markað það hlutverk að mæta meiri háttar ófyrirséðum og óhjákvæmilegum útgjöldum, svo sem vegna náttúruhamfara.

„Skatt­greiðend­ur hafa því þegar greitt af sín­um fast­eign­um til að mæta ófyr­ir­séðum út­gjöld­um vegna nátt­úru­ham­fara. Og það eru tug­ir millj­arða í sjóðnum.“

Sigmar segir það einnig varhugavert að leggja á skatt, sem að öllum líkindum verður til frambúðar, án þess að rýna það nægjanlega vel og fá fram öll sjónarmið í umsögnum.

„Það var ekki gert vegna þess að af­greiða þurfti lög­in með hraði. Þess þá held­ur að nýta vara­sjóðinn og gefa sér tíma til að fara bet­ur yfir fjár­mögn­un­ina. Það hefði ekki tafið gerð varn­argarðanna sem þing­menn voru sam­mála um að reisa.“

Sigmar segir að því miður sé það þannig að sporin hræða og bendir hann á býsna sláandi dæmi.

„Ríkið inn­heimti af skatt­greiðend­um í fyrra rúma 3,8 millj­arða í of­an­flóðasjóð, sem nýtt­ur er í varn­ir gegn of­an­flóðum. Sjóður­inn fékk hins veg­ar bara 2,7 millj­arða í sinn hlut til að sinna sín­um vörn­um. Ríkið notaði rúm­an millj­arð af gjald­inu í annað. Á síðustu árum hef­ur ríkið tekið 15 millj­arða af þessu gjaldi og sett í önn­ur verk­efni en að verja byggðir fyr­ir snjó og aur­flóðum. Sag­an seg­ir okk­ur því skýrt að ríkið hik­ar ekki við að skatt­leggja fólk og fyr­ir­tæki í því skyni að verja byggðir fyr­ir nátt­úru­ham­förum, en nýt­ir svo stór­an hluta pen­ings­ins í annað. Það er ekki sann­gjarnt gagn­vart fólk­inu sem á að verja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk