fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Feitir karlar í betri stöðu en feitar konur vegna feðraveldisins

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 20:43

Jódís segir að það sé ekki ekki hægt að tala um offitu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, bendir á að feitar konur séu í slæmri stöðu og neikvæður fókus hafi verið á holdafar kvenna í færslu á Facebook. Fleiri karlar séu hins vegar í ofþyngd á Íslandi.

„Vissuð þið að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða OECD,“ segir Jódís í færslunni. Viðkvæmt sé að ræða offitu en það verði að gera það. Alvarlegur heilsufarsvandi sé yfirleitt fylgifiskur offitu. Sýna þurfi þó nærgætni í umræðunni um hana.

„En smellum upp kynjagleraugunum. Um feitar konur sungu bæði Laddi og Kátir piltar á sínum tíma og gríðarlegur og neikvæður fókus hefur verið á holdafar kvenna,“ segir Jódís. „Konur í yfirþyngd fá lakari heilbrigðisþjónustu og eiga færri tækifæri á vinnumarkaði. Feitir karlar fá líka lakari þjónustu og færri tækifæri en þeir eru samt í margfalt betri stöðu þökk sé feðraveldinu.“

Staðreyndirnar séu hins vegar þær að fleiri karlar glími við offitu en konur.

„Það sem mér þykir áhugavert miðað við alla umræðuna og sölutrixin sem samfélagið sérhannar fyrir feitar konur (og konur sem eru ekki feitar en er sagt að þær séu það) er hvað ég og eflaust mörg önnur hafa ranghugmyndir varðandi stöðu kynjanna í þessum málum,“ segir hún. 68 prósent íslenskra karla eru í ofþyngd, það er með BMI stuðul 30 eða hærri en aðeins 50 prósent íslenskra kvenna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða