Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Ellert fæddist 1. maí 1938 á Járngerðarstöðum í Grindavík. Hann var ungur að árum þegar hann fékk áhuga á stjórnmálum og var hann til að mynda aðeins 12 ára gamall þegar hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Á árunum 1987 til 1990 tók hann í nokkur skipti sæti á Alþingi sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var sveitarstjóri í Gerðahreppi frá 1982 til 1990 og bæjarstjóri í Keflavík frá 1990 til 1994. Hann varð svo fyrsti bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem fékk nafnið Reykjanesbær og gegndi hann því starfi til ársins 2002.
Útför Ellerts fer fram frá Keflavíkurkirkju næstkomandi fimmtudag, 23. nóvember, klukkan 13.