fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Tómas útskýrir hvers vegna eldri borgarar eiga að borga varnargarðana en ekki moldríkir eigendur

Eyjan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:33

Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku er auglýstur sem gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna (SES) í dag, miðvikudaginn 15. Nóvember.

Orðið á götunni er að með þessu hafi stjórn eldri sjálfstæðismanna brugðist skjótt við þeirri stöðu sem upp er komin, en á mánudagskvöld samþykkti Alþingi einum rómi skattahækkun á alla fasteignaeigendur til að borga fyrir varnargarða til að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi fyrir mögulegu hraunrennsli. Líkast til er ekki hér á landi að finna hóp eldri borgara með hærra hlutfall þinglýstra fasteignaeigenda en einmitt meðal félagsmanna SES.

Ástæða er til að hrósa Halldóri Blöndal, formanni SES, fyrir snörp viðbrögð fyrir hönd sinna umbjóðenda. Orðið á götunni er að á fundinum í dag gefist Tómasi kostur á að skýra út fyrir gömlum sjálfstæðismönnum hvers vegna þeir eiga að borga varnargarðana fyrir HS Orku en ekki eigendur HS Orku sem á árunum 2017-2022 greiddu sér 33 milljarða í beinhörðum peningum út úr fyrirtækinu.

Verkefni Tómasar í dag er að útskýra fyrir gömlum sjálfstæðismönnum að eðlilegt sé að hækka skatta á þá, sjálf breiðu bökin, fremur en að eigendur HS Orku þurfi borga sjálfir fyrir framkvæmdirnar til að bjarga mannvirkjum fyrirtækisins, sem gæti dregið úr getu þess til að greiða arð til eigendanna og bónusa ofan á  hófleg laun forstjórans. Orðið á götunni er að Tómas muni fara létt með þetta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“