fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Eyjan

Setur spurningarmerki við að landsmenn þurfi að greiða fyrir varnargarð í kringum fyrirtæki sem græðir milljarða

Eyjan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 14:18

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að honum þyki það undarlegt ef heimilin verða látin greiða fyrir byggingu varðargarða í kringum þjóðhagslega mikilvæga innviði.

Nefnir hann HS Orku í Svartsengi í því samhengi, orkufyrirtæki sem skilað hefur mörgum milljörðum í hagnað síðustu ár.

Gjaldið taki mið af brunabótamati

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Samkvæmt frumvarpinu er áætlaður kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi um 2,5 milljarðar króna.

Til stendur að fjármagna þetta með gjaldi, svonefndu forvarnagjaldi, sem myndi leggjast á allar húseignir næstu þrjú árin og nemur 0,08% af brunabótamati. Svo dæmi séu nefnd myndi gjaldið nema 4.800 kr. á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónur á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir króna.

Undarleg skattlagning

Vilhjálmur segir á Facebook-síðu sinni að ekki sé nokkur ágreiningur uppi um nauðsyn þess að byggja varnargarða í kringum mikilvæga innviði sem lúta að HS Orku. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir Suðurnesjabúa alla og samfélagið allt.

„Það sem mér finnst hinsvegar undarlegt er að það eigi að setja sérstakan skatt á öll heimili næstu 3 árin til að fjármagna þessa varnargarða. Vil koma því algerlega á hreint að að sjálfsögðu á ríkið að sjá um fjármögnun á þessum varnargarði en ég skil alls ekki af hverju HS orka eigi ekki að vera þeir aðilar sem endurgreiða ríkinu kostnað við þær framkvæmdir.“

18 milljarða hagnaður frá 2017

Vilhjálmur bendir á að HS Orka hafi skilað rúmum 18 milljörðum króna í hagnað frá árinu 2017. Veltir hann fyrir sér „hví í ósköpunum“ ríkið geti ekki gert þá lágmarkskröfu á eigendur fyrirtækisins að þeir endurgreiði þann framkvæmdakostnað sem hlýst af byggingu varnargarðs.

„Ég ítreka að að sjálfsögðu verðum við að byggja varnargarða í kringum þjóðhagslega mikilvæga innviði og ríkið þarf og verður að koma að þeirri fjármögnun en að ætla sér síðan að láta heimilin greiða fyrir það á sama tíma og HS orka hefur skilað milljörðum í hagnað ár eftir ár finnst mér undarlegt,“ segir hann og varpar þeirri spurningu fram hvort þetta sýni ekki og sanni að svona þjóðhagslega mikilvægir innviðir eins og orkufyrirtæki þurfi og verði að vera í eigu þjóðarinnar.

Vilhjálmur segir að lokum að það sé engin spurning að íslenska þjóðin standi með Grindvíkingum og öllum þeim sem búa á Suðurnesjum í þessum miklu hamförum sem nú dynja yfir. Þjóðin muni halda áfram að standa við bakið á íbúum svæðisins.

„Hinsvegar má ekki láta erlend fyrirtæki hagnast gríðarlega og leggja síðan byrðar á skattgreiðendur án þess að þeir komi þar nærri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja