fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Marel hækkar mikið í kauphöllinni – rætt um að hluthafar í Eyri komi með 12 milljarða í nýtt hlutafé

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. nóvember 2023 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutabréf Marels hafa hækkað um nær átta prósent það sem af er degi. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að rætt væri um að hluthafar í Eyri hyggist koma með 12 milljarða til styrktar félaginu og virðist það leggjast vel í fjárfesta.

Eyrir Invest er stærsti hluthafinn í Marel og ráðandi hluthafar í Eyri hafa verið feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, sem í vikunni lét af störfum sem forstjóri Marels eftir 10 ár í starfi vegna veðkalls frá Arion banka á hluta af bréfum hans í Eyri Invest. Í kjölfarið óskaði Árni Oddur eftir greiðslustöðvun.

Lengst af í forstjóratíð hans var mikill vöxtur á Marel og hlutabréf þess margfölduðust í verði. Síðustu tvö árin hafa bréfin hins vegar lækkað um tæplega 2/3 og í hækkandi vaxtaumhverfi hafa fjárfestar haft áhyggjur af skuldsetningu Marels, en félagið hefur fjárfest mikið með kaupum á öðrum fyrirtækjum.

Fyrstu tvo dagana eftir afsögn Árna Odds lækkuðu hlutabréfin í Marel um meira en 12 prósent en við orðróminn í morgun tóku þau kipp upp á við, sem gefur til kynna að innspýting frá stærsta hluthafanum geti orðið sá hvati sem til þarf til að gengi hlutabréfa Marels verði stöðugra og þau fari að hækka á ný.

Búast má við að aukin áhersla verði nú lögð á að draga úr skuldsetningu Marels og treysta eiginfjárstöðuna, en tekjustreymi þess er mjög öflugt þótt hækkandi fjármagnskostnaður hafi skapað titring meðal fjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnina kolfallna og Katrínu rúna trausti – VG gæti þurrkast út í næstu kosningum

Segir stjórnina kolfallna og Katrínu rúna trausti – VG gæti þurrkast út í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun

Ný vörn gegn hökkurum í augsýn – Keystrike hefur tryggt sér 150 milljón króna fjármögnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Er menntun orðin aukaatriði í skólakerfinu?

Björn Jón skrifar: Er menntun orðin aukaatriði í skólakerfinu?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil í bankakerfinu, segir umboðsmaður skuldara – bankarnir hafa lært sína lexíu

Yfirdráttarlán eru ekkert annað en dulin vanskil í bankakerfinu, segir umboðsmaður skuldara – bankarnir hafa lært sína lexíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tökum upp nýjan gjaldmiðil

Thomas Möller skrifar: Tökum upp nýjan gjaldmiðil