fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Óli Björn tætir í sig bækling Samfylkingarinnar: Telur að þetta muni gerast komist flokkurinn til valda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hafi mark­miðið með út­spili Sam­fylk­ing­ar­inn­ar síðasta mánu­dag verið að bjóða upp á skýra val­kosti á flokk­ur­inn langt í land,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hin svokölluðu „öruggu skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum“ sem flokkurinn kynnti á mánudag.

Óli Björn skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segist hafa orðið fyrir töluverðum vonbrigðum.

„Í fal­leg­um 24 blaðsíðna bæk­lingi er lítið bitastætt og fátt nýtt. Eng­ar nýj­ar hug­mynd­ir eða til­lög­ur um breytt skipu­lag heil­brigðis­kerf­is­ins,“ segir hann meðal annars.

Lögð eru til fimm þjóðarmarkmið í bæklingnum: Að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, farið verði í þjóðarátak í umönnun eldra fólks, fólk fái öruggt aðgengi að þjónustu óháð búsetu, heilbrigðisstarfsfólk fái meiri tíma með sjúklingum og að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu verði á forsendum hins opinbera.

Í grein sinni segir Óli Björn að markmiðin fimm séu almenn og svo sjálfsögð að draga verði í efa að það finnist Íslendingur sem setur sig upp á móti þeim.

„Þjóðarmark­miðunum ætl­ar Sam­fylk­ing­in að ná með gam­al­kunn­ug­um aðferðum vinstrimanna; auka út­gjöld­in. Vinstri­menn mega varla sjá vanda­mál eða verk­efni án þess að bjóðast til að leysa þau með aukn­um út­gjöld­um. Og út­gjöld­in verða fjár­mögnuð með auk­inni skatt­heimtu,“ segir hann og bætir við að Samfylkingin boði hækkun ríkisútgjalda til heilbrigðismála á komandi árum um 1-1,5% af vergri landsframleiðslu.

„Þetta jafn­gild­ir 38 til 57 millj­örðum króna miðað við lands­fram­leiðslu síðasta árs. Auðvitað er forðast að tala um skatta­hækk­an­ir,“ segir hann og bætir við að Kristrún Frostadóttir hafi ekki lagt spilin á borðið þegar kemur að aukinni skattheimtu.  „Að „sam­ein­ast um að sækja tekj­ur“ hljóm­ar bet­ur en hækk­un skatta,“ segir hann.

Óli Björn játar að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með „öruggu skrefin“ sem Samfylkingin hefur boðað.

„Ég átti von á ít­ar­leg­um til­lög­um um breytt skipu­lag og fjár­mögn­un heil­brigðis­kerf­is­ins. Þær von­ir voru reist­ar á sandi. Sem sagt: Sam­fylk­ing­in er ekki að boða nýja stefnu – hvað þá nýja hugs­un – í heil­brigðisþjón­ustu. Þjóðarmark­miðin eru al­menn og sett fram þannig að all­ir geta tekið und­ir. Það eina sem ligg­ur fyr­ir er löng­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að auka út­gjöld til heil­brigðismála um tugi millj­arða á ári með því að taka stærri sneið af þjóðar­kök­unni.“

Óli Björn segir að lokum að það blasi við að á nýju kjörtímabili muni skattar og álögur á einstaklinga og fyrirtæki hækka verulega komist Samfylkingin í ríkisstjórn. Og líklega verði fyrirmyndin sótt til Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi