fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þórdís Kolbrún segir íslenskt samfélag hafa komist upp með launahækkanir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. október 2023 13:30

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum á Alþingi í dag/Skjáskot-althingi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fór fram óundirbúinn fyrirspurnatími á Alþingi. Meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, spurði ráðherrann, sem tók við embættinu síðasta laugardag, út í hennar áherslur.

Þorgerður gerði ýmsar athugasemdir við störf ríkisstjórnarinnar, sakaði hana um lausatök og kallaði eftir auknum stöðugleika. Hún vísaði meðal annars í minnkandi kaupmátt. Þórdís sagði hins vegar ljóst að ekki hafi verið innistæða fyrir kauphækkunum undanfarinna ára og krónutöluhækkanir á launum ykju ekki stöðugleika.

Þorgerður Katrín sagði meðal annars í ræðu sinni:

„Ég vil draga fram að á þessum tímum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna lækkað núna fjóra ársfjórðunga í röð. … Við erum að sjá afborganir af lánum heimilanna fara úr 150.000 krónum í 350.000 krónum og vaxtakostnaður bænda stuðlar að því að þar er lítil sem engin nýliðun og mikil bugun þar í gangi. Litlu og meðalstóru fyrirtækin, nýsköpunarfyrirtækin, eru að bugast gagnvart þessum vaxtakostnaði og þessari krónuþreytu. En á meðan það átti að vera skjaldborg um heimilin þá slær ríkisstjórnin skjaldborgina um sig sjálfa.

Við í Viðreisn höfum ítrekað varað við þessum lausatökum og þessari þenslu.“

Í svari Þórdísar Kolbrúnar vísaði hún til kaupmáttaraukningar misseranna á undan skerðingum kaupmáttar á þessu ári:

„Hér skiptir auðvitað máli að halda því til haga þegar horft er á þróun kaupmáttar undanfarin misseri að við höfum verið með meiri kaupmáttaraukningu hér á landi í mörg ár heldur en bara, held ég, öll önnur lönd á byggðu bóli.“

Vék ráðherrann því næst að launahækkunum undanfarinna ára:

„Það má spyrja hvort það hafi verið innistæða fyrir þeim launahækkunum sem við höfum séð undanfarin ár. Ég held að svarið við því sé augljóslega nei. Við sem samfélag höfum komist upp með miklar launahækkanir í töluverðan tíma en nú er sá tími liðinn. Ef við meinum það þegar við segjum að við viljum tryggja stöðugleika og tryggja það að fjölskyldur geti greitt af sínum lánum og haldið í sína stöðu þá munu launahækkanir ekki leysa það með krónutölu heldur því að ná tökum á verðbólgu þannig að vaxtastigið lækki.“

Myndbönd með orðaskiptum Þorgerðar og Þórdísar má sjá hér fyrir neðan.

play-sharp-fill
althingi-clip-1697712137
play-sharp-fill

althingi-clip-1697712137

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture