fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Afsögn Bjarna pólitísk refskák sem ekkert hefur með siðbót að gera, segir fyrrverandi forsætisráðherra

Ólafur Arnarson
Fimmtudaginn 12. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki jafngilda afsögn og að axla ábyrgð að fjármálaráðherra hætti sem fjármálaráðherra til að taka við öðru ráðherraembætti.

Í vikulegum pistli sínum á Eyjunni, Af kögunarhóli, bendir Þorsteinn á að Bjarni Benediktsson hafi ekki formlega beðist lausnar sem fjármálaráðherra jafnframt því sem hann haldi því opnu að taka við öðru ráðherraembætti. „Það er þá fyrsta afsögn án afsagnar, sem sögur herma,“ skrifar Þorsteinn.

Hann skrifar að ef allir sem koma til væntanlegs ríkisráðsfundar á Bessastöðum sitji áfram í ríkisráðinu að honum loknu hafi engin afsögn átt sér stað. Þá sé þetta einfaldlega hrókun. Ráðherrar geti skipt um ráðuneyti og í manntafli sé slík hrókun gerð til að koma kóngi í skjól. Hún sé ekki fórn og sjaldgæf í endatafli.

Þorsteinn segir álit Umboðsmanns Alþingis snúast um grundvallarreglu stjórnsýslulaga. „Sú skylda hvílir á ráðherra við hverja ákvörðun að ganga úr skugga um að reglur um sérstakt hæfi standi ekki í vegi.

Vanræksla á að sinna þessari skyldu leysir ráðherra ekki undan ábyrgð. Spurning um grandleysi er málinu því óviðkomandi með öllu.“

Þar með er ekki sagt að öll frávik eigi að leiða til afsagnar. Hafi ráðherra fengið lögfræðiálit embættismanns, áður en söluferlið hófst, um að ekki þyrfti að gæta að sérstökum hæfisreglum stjórnsýslulaga væri hugsanlega fullnægjandi að viðkomandi embættismaður víki,“ skrifar Þorsteinn.

Þá þurfi líka að birta slíkt lögfræðiálit með dagsetningu þess.

Þorsteinn lýsir áhyggjum sínum af því, í ljósi þessa máls, embættisfærslu Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu og fleiri mála, að veikleiki stjórnsýslunnar gagnvart hinu pólitíska valdi sé kominn á hættustig.

Þá bendir Þorsteinn á að með kalli eftir hrókun Bjarna í annað ráðherraembætti hafi þingmenn Sjálfstæðisflokksins komið Svandísi Svavarsdóttur í öruggt skjól. Ekki sé hægt að útiloka að hún fái viðlíka áfellisdóm frá Umboðsmanni vegna sinnar stjórnsýslu og viðbrögð sjálfstæðismanna nú veiti Svandísi væntanlega fullt skjól.

Þorsteinn segir álit Umboðsmanns vera þungan dóm um afstöðu forsætisráðherra í málinu og varðstöðu hennar um fjármálaráðherra þar sem hún hafi frá fyrsta degi haldið því fram að stjórnsýslulög um sérstakt hæfi hafi ekki átt við í þessu máli, jafnvel eftir að Umboðsmaður tók málið til skoðunar,

Ef við lítum á pólitík sem refskák og ekkert annað eru þetta snjallir leikir. En þeir hafa ekkert með siðbót í stjórnmálum að gera,“ skrifar Þorsteinn Pálsson

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?