fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Hver er líklegastur til að verða næsti biskup Íslands?

Eyjan
Sunnudaginn 1. október 2023 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskupskjör verður í mars á næsta ári og vænta má þess að nýr Biskup Íslands taki við embætti í maí eða júní. Mikil spenna ríkir bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar vegna þessa og óhætt er að segja að engin sátt ríki um frú Agnesi M. Sigurðardóttur sem gegnt hefur embættinu í meira en áratug.

Margir innan Þjóðkirkjunnar halda því fram að Agnes sé nú umboðslaus og allar embættisgjörðir hennar því ógildar vegna þess að kjörtímabil hennar er löngu liðið og hún situr nú í embætti í krafti ráðningarsamnings sem undirmaður hennar gerði við hana. Raunar gildir sá samningur fram í október á næsta ári, en frú Agnes verður einmitt sjötug 19. október á næsta ári.

Kirkjuna þykir fremur hafa sett niður þann tíma sem frú Agnes hefur gegnt embætti biskups og aldrei hefur hlutfall þeirra sem skráðir eru í íslensku þjóðkirkjuna verið lægra en einmitt nú. Telja því margir að nú þurfi kirkjan að spyrna við fæti og hefja gagnsókn. Ekki eru allir innan Kirkjunnar á einu máli um hver besta leiðin sé til þess.

Óhjákvæmilega beinast augu fólks nú að því hverjir í prestastétt séu líklegastir til að taka við keflinu af frú Agnesi. DV fór á stúfana og hleraði meðal leikmanna innan Þjóðkirkjunnar hverjir væru líklegir kandídatar til að setjast á biskupsstól á næsta ári. Margir eru kallaðir en á endanum verður aðeins einn útvalinn.

Mörg nöfn voru nefnd til sögunnar.Margir nefndu Svein Valgeirsson, dómkirkjuprest, og sögðust sakna þess að hann hefði kveðið upp úr um að hann gefi ekki kost á sér til starfans. Ljóst er að Sveinn myndi njóta mikils fylgis ef hann léði máls á því að taka kjöri.

Nær allir viðmælendur DV voru á einu máli um að ásýnd Þjóðkirkjunnar þurfi að breytast eigi hún að geta haldið stöðu sinni sem trúverðug þjóðkirkja. Nú þurfi kirkjan að slá nýjan tón sem tóni við hjörtu landsmanna.

Þegar upp var staðið voru það sex nöfn sem stóðu upp úr.

Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, nýtur talsverðs stuðnings. Margir telja hana geta komið eins og ferskur stormsveipur inn á Biskupsstofu, hispursleysi hennar og góð jarðtenging sé nákvæmlega það sem Þjóðkirkjan þurfi nú á að halda.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, er nefnd af mörgum. Hún nýtur mikillar hylli og virðingar í sinni sókn og víðar, auk þess sem hún hefur doktorsgráðu í umbótum Kirkjunnar. Doktorsritgerð hennar nefnist: Prestar og umbætur: Rannsókn á umbótum og tilraunum til umbóta innan Þjóðkirkjunnar með áherslu á hlutverk presta.

Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju, þykir alþýðlegur og alúðlegur, auk þess sem hann er tengdasonur séra Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups, og þar með tengdur Biskupsfjölskyldunni, en faðir Karls var Sigurbjörn Einarsson, hinn ástsæli biskup sem gegndi embætti Biskups Íslands í 22 ár, elskaður af þjóðinni.

Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, er oft nefndur, vinsæll og nýtur mikillar hylli. Hann var kjörinn Hólabiskup á síðasta ári en það sem helst er talið vinna gegn honum er að hann er fæddur 1957 og verður því 67 ára á næsta ári og gæti því að líkindum einungis setið á biskupsstóli í þrjú ár.

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur getið sér orð sem sjálfstæður og óháður kreddum. Hann hefur tekið flóttafólk upp á arma sína, og ekki látið það trufla sig þótt skjólstæðingarnir séu annarrar trúar en kristinnar. Mörgum finnst slík skilaboð frá þjóðkirkjunni mikilvæg.

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dósent í kennimannlegum fræðum við guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands. Sigríður hefur verið umdeild innan Þjóðkirkjunnar í gegnum árin. Hún gaf kost á sér í biskupskjörinu 2012 og lofaði að næði hún kjöri myndu hún aðeins sitja í fimm ár. Hún taldi þá að tími væri kominn á breytingar hjá Þjóðkirkjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“