fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Bankastjóri Landsbankans segir nýjar höfuðstöðvar borga sig upp á 15 árum – „Við erum að spara mjög mikið af peningum á þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. október 2023 12:30

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn flutti á dögunum aðalstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Reykjastræti við Reykjavíkurhöfn og er nú horfinn úr Landsbankahúsinu, Austurstræti 11. Þetta er mikil breyting fyrir bankann og miðbæinn. En skyldi þessi dýra framkvæmd, sem nýja byggingin er, borga sig? Kostnaðurinn hefur verið gagnrýndur. Hvernig kemur þetta út fyrir bankann?

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans - Sparnaður með nýju húsnæði Landsbankans
play-sharp-fill

Markaðurinn - Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans - Sparnaður með nýju húsnæði Landsbankans

Við erum að spara mjög mikið af peningum á þessu og byggingin borgar sig upp á um það bil 15 árum sem er tiltölulega lítið fyrir svona mannvirki. Við erum að spara heilmikið með þessum flutningum þannig að kostnaðurinn, eftir að hann kom út, hefur ekki verið gagnrýndur það mikið. Ég held að við höfum náð að halda kostnaðinum svona hæfilegum,“ segir Lilja.

Þetta kostar auðvitað mikið en ekki stjarnfræðilega mikið miðað við hvað þetta er stórt. Svo erum við að selja á móti, ríkið keypti þarna hluta af húsnæðinu. Svo seljum við Austurstræti 11 þegar það klárast. Svo erum við að spara á hverju ári 600 milljónir í rekstrarkostnað sem vegur hratt upp í hagkvæmnina,“ segir Lilja.

Hún segist líka vona að það takist að finna gamla Landsbankahúsinu hæfilegt hlutverk. Í því eru menningarsögulegar minjar; freskur eftir Jón Stefánsson og Kjarval. Í talsverðan tíma hafa verið viðræður í gangi við ríkið vegna áhuga þess á að kaupa húsið.

Ég skil þann áhuga mjög vel. Þegar þú labbar inn í þetta hús sérðu einstaka fresku eftir Jón Stefánsson, glæsilegt málverk sem er unnið inn í bygginguna. Síðan er önnur freska sem er engu minna glæsileg, en tæknilega víst ekki eins fullkomin og Jóns, eftir Kjarval, sem fjallar um sjávarútveginn. Þarna ertu með atvinnuvegina okkar á þessum tíma, landbúnað og sjávarútveg og þú einhvern veginn gengur inn í þessi listaverk þegar þú ert að labba upp á aðra hæð bankans úr salnum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Hide picture