fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: Alþingismenn gæta ekki hagsmuna almennings – af hverju er þetta vaxtaokur ef krónan er ekki vandinn?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir alþingismenn liðónýta í að gæta hagsmuna almennings og spyr hvers vegna ekki sé búið að breyta hlutunum hér á landi til að lækka vexti og vöruverð ef ástandið er ekki íslensku krónunni að kenna.

Vilhjálmur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Vilhjálmur Birgisson 2
play-sharp-fill

Vilhjálmur Birgisson 2

Hann bendir á að gríðarlegur munur er á greiðslubyrði 40 milljón króna láns í Færeyjum og 40 milljón króna láns hér á breytilegum vöxtum eins og þeir eru í dag. „Það munar 198 þúsund krónum á mánuði. Þegar þetta er sett í samhengi við kjarasamningana sem við erum í viðræðum um, þar sem við erum kannski að hækka laun um 40-50 .þúsund krónur, þá liggja stóru tölurnar í þessum fjármagnskostnaði heimilanna. Og það eru ekki bara heimilin sem eru að verða fyrir barðinu á þessu heldur eru það líka lítil og meðalstór skuldsett fyrirtæki sem ekki stendur til boða að fjármagna sig í erlendri mynt.“

Vilhjálmur minnir á að bændur kvarti illilega illilega yfir auknum fjármagnskostnaði, þetta séu einir sex milljarðar sem þeir greiða meira í fjármagnskostnað en þeir voru að greiða fyrir einu eða tveimur árum, þannig að vandinn snúi ekki aðeins að heimilunum – þetta spanni allt samfélagið meira og minna.

Mér finnst bara alþingismenn og Alþingi Íslendinga vera svo, og menn verða bara að fyrirgefa mér þetta orð, en vera bara svo liðónýtt í að gæta að hagsmunum almennings í þessu landi.

Ég vil þá líka bara fá staðfestingu á því að ef þetta er ekki íslensku krónunni um að kenna hví í ósköpunum breyta menn þessu þá ekki? Hví í ósköpunum er það látið viðgangast að það er hægt að fá húsnæðisvexti hér í öllum löndum sem við berum okkur saman við sem eru 120-130 prósentum hagstæðari en hér á landi? Hvað er það sem veldur?

Af hverju er vöruverð með þeim hætti sem er hér? Það er dálítið magnað að heyra suma stjórnmálamenn tala um að við verðum að taka hér upp „norrænt vinnumarkaðsmódel“  og horfa eingöngu á einn þátt, sem lýtur að launahækkunum, en taka algerlega út fyrir sviga þessar stóru breytur sem eru t.d. vextir, verðlag og svo framvegis. Og svo er það bara almenn, heilbrigð samkeppni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“
Hide picture