fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Eyjan

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum

Eyjan
Föstudaginn 27. janúar 2023 16:28

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsvarsmenn Íslandshótela hafna með öllu þeim ávirðingum sem fulltúrar Eflingar hafa sett fram og vísa til föðurhúsanna ásökunum um nokkurs konar þrýsting eða ólögmætar hótanir í garð starfsfólks.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Íslandshótelum sem berst í kjölfar þess að Efling birti bréf eða veggspjald sem Íslandshótel höfðu að sögn Eflingar hengt upp í hótelum sínum fyrir starfsfólk. Eins heldur Efling því Íslandshótel hafi skyldað alla Eflingarfélaga á vinnustaðnum til að mæta á fund þar sem villandi og einhliða upplýsingum var haldið að þeim. Upplifi starfsfólk að atvinnuöryggi þeirra sé ógnað og finna fyrir vanlíðan vegna álags og þrýsting af afskiptum vinnuveitenda sinna.

Krafðist Efling þess að Íslandshóteli létu af „ólöglegum tilraunum sínum“ til að setja þrýsting á starfsfólk vegna yfirstandandi verkfallskosningar með „hótunum um tekjumissi og/eða loforðum um peningagreiðslur“

Íslandshótel hafna þessu með öllu. Í yfirlýsingu segir að fulltrúar Eflingar hafi haft óheftan og greiðan aðgang að öllum starfsmönnum Íslandshótela sem eru í Eflingu.

„Þar hafa því miður komið fram villandi upplýsingar, sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa séð sig knúna til að leiðrétta.

Engin þrýstingur hefur verið viðhafður af hálfu Íslandshótela, engin afskipti vegna yfirstandandi verkfallskosninga hafa átt sér stað né hótanir af nokkru tagi. Ávirðingum Eflingar er því hafnað með öllu.“

Umrætt veggspjald má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR