fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Kjartan ósáttur: „Af hverju kýs borg­ar­stjóri að hunsa áður­nefnt ákvæði?“

Eyjan
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 17:55

Kjartan Magnússon - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem Kjartan Magnússon, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifar í Morgunblaðið í dag fer hann yfir málefni Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. „Umræða um mál­efni Ljós­leiðarans, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Orku­veitu Reykja­vík­ur, var loks leyfð á fundi borg­ar­stjórn­ar á þriðju­dag,“ segir Kjartan í upphafi pistilsins.

„Í fjór­ar vik­ur höfðu full­trú­ar meiri­hlut­ans mis­beitt valdi sínu í því skyni að koma í veg fyr­ir að mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins yrðu rædd í borg­ar­stjórn. Slík mis­beit­ing er skýrt brot á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um en sýn­ir hversu langt borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar ganga til að koma í veg fyr­ir umræður sem þeim þykja óþægi­leg­ar.“

Kjartan segir að því sé enn fjölmörgum spurningum ósvarað um viðskipta­samn­ing milli Ljós­leiðara OR ann­ars veg­ar og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar hins veg­ar.

„Ljós­leiðar­inn kaup­ir stofnn­et Sýn­ar á þrjá millj­arða króna sam­kvæmt samn­ingn­um. Í staðinn skuld­bind­ur Ljós­leiðar­inn sig til að kaupa þjón­ustu af Ljós­leiðar­an­um í tólf ár eft­ir því sem næst verður kom­ist. Svo virðist sem um sé að ræða svo­kallaða skil­yrta sölu,“ segir hann.

Borgarfulltrúinn segir svo að eitt helsta markmið Ljósleiðara OR með samningnum sé að byggja upp nýjan og öfl­ug­an lands­hring fjar­skipta og færa þannig út kví­arn­ar í sam­keppn­is­rekstri sín­um. Hann segir þó að margar fyrri „áhættufjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur“ á landsbyggðinni hafi ekki gefið góða raun.

„Sú reynsla ásamt slæm­um fjár­hag borg­ar­inn­ar ætti út af fyr­ir sig að tryggja að ekki sé farið út í frek­ari áhættu­fjár­fest­ing­ar án vandaðrar skoðunar og lýðræðis­legr­ar umræðu í borg­ar­stjórn.“

Þá segir Kjartan að þessi stefnubreyting vekji einnig fjölmargar spurn­ing­ar um hlut­verk Orku­veit­unn­ar á fjar­skipta­markaði og þýðingu samn­ings­ins fyr­ir fjár­hag henn­ar. Hann kemur svo með tvær spurningar til að taka dæmi:

„Á Orku­veita Reykja­vík­ur að færa út kví­arn­ar í sam­keppn­is­rekstri með millj­arða áhættu­fjár­fest­ing­um á lands­byggðinni eins og gert er með samn­ingn­um við Sýn?

Hver eru áhrif samn­ings­ins á fjár­hag og skulda­stöðu Ljós­leiðarans, Orku­veitu­sam­stæðunn­ar og sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar?“

Vill að söluhagnaður Sýnar sé útskýrður fyrir almenningi

Kjartan gagnrýnir að málið hafi ekki verið lagt fyrir borgarráð til samþykktar en hann vekur athygli á því að í eigendastefnu borgarinnar gagnvart B-hlutafélögum er áskilið að borgarstjóri eigi að leggja mál sem eru óvenjuleg eða mikils háttar fram fyrir ráðið. „Um­rædd­ur samn­ing­ur er bæði óvenju­leg­ur og mik­ils hátt­ar enda með stærstu viðskipta­samn­ing­um sem gerðir hafa verið á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Af hverju kýs borg­ar­stjóri að hunsa áður­nefnt ákvæði?“ spyr hann.

„Mark­mið Ljós­leiðarans er að byggja upp nýj­an og öfl­ug­an lands­hring fjar­skipta eins og áður seg­ir. Í eig­enda­stefnu Orku­veit­unn­ar seg­ir að meg­in­starfs­svæði henn­ar sé Suðvest­ur­land og að frá­vik frá því skuli staðfest af eig­end­um áður en stofnað sé til skuld­bind­inga vegna þeirra. Af hverju kýs meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar að ráðast í slíka stefnu­breyt­ingu án und­an­geng­inn­ar umræðu í borg­ar­stjórn?“

Kjartan spyr svo hver sé eðli samnings þar sem búnaður er keyptur háu verði gegn langtímaþjónustukaupum seljanda. „Hvaða trygg­ing er fyr­ir því að þau viðskipti hald­ist í tólf ár?“

Hann segir að stofnnet Sýnar við söluna sé bókfært á 564 millj­ón­ir króna en Ljós­leiðar­inn greiðir 3.000 millj­ón­ir fyr­ir það.

„Sölu­hagnaður Sýn­ar vegna kaup­anna er því 2.436 millj­ón­ir króna og bókfær­ist að fullu við af­hend­ingu. Er til of mik­ils ætl­ast að þessi mikli mun­ur á bók­færðu verði og kaup­verði sé út­skýrður fyr­ir al­menn­ingi, eig­end­um Orku­veit­unn­ar?“

Hefur óskað eftir því að stjórnarmenn OR fái að kynna sér samninginn

Undir lokin segir Kjartan að það hafi komið berlega í ljós á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag að borgarstjóri og formaður borgarráðs vilji ekki ræða þessi álitamál. „Hef­ur um­rædd­ur viðskipta­samn­ing­ur þó í för með sér nokk­urra millj­arða króna viðbót­ar­skuld­setn­ingu fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. Fóru þeir und­an í flæm­ingi þegar ég beindi of­an­greind­um spurn­ing­um til þeirra og vísuðu til hinn­ar órétt­mætu leynd­ar, sem þeir hafa viðhaft í mál­inu,“ segir hann.

„Und­ir­ritaður hef­ur ít­rekað óskað eft­ir því að stjórn­ar­menn Orku­veitu Reykja­vík­ur fái að kynna sér um­rædd­an viðskipta­samn­ing í von um að að minnsta kosti þeir fái svör við helstu álita­mál­um varðandi hann. Ekki hef­ur verið orðið við því. Full­trú­ar borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í Reykja­vík gera því allt sem þeir geta til að viðhalda því laumu­spili, sem viðgengst um millj­arðaviðskipti fyr­ir­tæk­is í al­manna­eigu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt