fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Þetta er innihald leyniskjalanna sem fundust á skrifstofu Biden

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 05:32

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá fundust leyniskjöl á skrifstofu Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, í Washington D.C. Þessi skjöl eru frá 2013 til 2016 en þá var Biden varaforseti Barack Obama. Skjölin fundust þegar lögmenn Biden voru að hreinsa einkaskrifstofu hans en hana hafði hann til umráða frá 2017-2019 á meðan hann var heiðursprófessor við Pennsylvania háskólann.

CNN hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að hluti skjalanna hafi verið leynilegar upplýsingar um Úkraínu, Íran og Bretland. Einnig voru upplýsingar um útför sonar Biden meðal skjalanna sem og samúðarbréf.

Skjölin fundust í læstum skáp á skrifstofunni. Þau voru í kassa með fleiri skjölum sem ekki voru flokkuð sem leyniskjöl. Lögmenn Biden fundu skjölin þann 2. nóvember og afhentu þjóðskjalasafninu þau samdægurs.

Alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvernig skjölin enduðu á skrifstofu Biden. CNN segir að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, íhugi nú hvort hefja eigi formlega rannsókn á málinu þar sem Biden mun þá hafa stöðu grunaðs.

Lögmenn Biden segja að hann starfi með yfirvöldum við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla