fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn ekkert hafa upp úr ríkisstjórnarsambandinu nema það að glata forystuhlutverki sínu

Eyjan
Fimmtudaginn 21. september 2023 12:30

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, er afar ósáttur við stöðu Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn og segir hann hafa það eitt upp úr krafsinu að glata forystu hlutverki sínu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Páls í Morgunblaðinu í dag.

Ríkissstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks er núna á sínu öðru kjörtímabili. Páll telur vera grundvallarmun á fyrri og síðari samstjórn flokkanna. Stjórnin sem mynduð var 2017 hafi haft það skýra erindi að koma á stöðugleika og hafi síðan fengið það stórverkefni í hendurnar að tækla Covid-faraldurinn.

Núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar ekkert erindi og afleiðingarnar séu fylgishrun flokkanna:

„Seinni rík­is­stjórn þess­ara flokka sem mynduð var 2021 – nú­ver­andi stjórn – á sér hins veg­ar ekk­ert slíkt yf­ir­gríp­andi er­indi eða til­gang. Hún var eig­in­lega ekki mynduð um neitt. Hún varð bara til af því að það var hægt að mynda hana; af því bara. Þegar lesn­ar eru sam­an niður­stöður flokks­ráðsfunda VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins ný­verið – og umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um – kem­ur þetta ber­lega í ljós: rík­is­stjórn­in á ekk­ert sam­eig­in­legt er­indi við þjóðina. Ein­stak­ir ráðherr­ar eru auðvitað að bauka eitt­hvað í sín­um mál­um, hver á sinni skrif­stofu, en það er líka allt og sumt. Og þess vegna eiga ágrein­ings­mál­in sér ekk­ert skjól í ein­hverj­um „æðri“ til­gangi leng­ur. Þau dúkka bara upp – eitt af öðru – og standa ber­skjölduð fyr­ir allra aug­um. Varla hægt að ná sam­stöðu um neitt nema kyrr­stöðu.“

Sjálfstæðisflokkur og VG hafi þurft að víkja svo mörgum af grunngildum sínum til hliðar í þágu málamiðlana að „akkerisfestarnar við grunngildi þessara flokka hafa slitnað“. Hugsjónir Sjálfstæðisflokksins séu grátt leiknar í þessu ríkisstjórnarsamstarfi:

„Ef litið er á stöðu þeirra mál­efna sem flokk­ur­inn ber helst fyr­ir brjósti þessi miss­er­in þá er hún þessi: Um­svif hins op­in­bera halda áfram að þenj­ast út og með fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs var sett nýtt Íslands­met í aukn­ingu rík­is­út­gjalda milli ára; mál­efni hæl­is­leit­enda eru áfram í full­komn­um ólestri og út­gjalda­aukn­ing­in í þess­um mála­flokki stjórn­laus; eina virkj­un­in sem kom­in var á fram­kvæmda­stig, Hvamms­virkj­un, var stöðvuð í sum­ar því aðdrag­and­inn sam­ræmd­ist ekki til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ein­hvern veg­inn bú­inn að láta vefja sér inn í þá óskilj­an­legu þver­sögn VG að tala í sí­bylju um orku­skipti – en það má samt ekk­ert virkja til að hægt sé að skipta um orku.“

Páll bendir á að samkvæmt skoðanakönnunum hafi Samfylkingin farið fram úr Sjálfstæðisflokknum í nær öllum kjördæmum landsins. Forystuhlutverk Sjálfstæðislflokksins sé að tapast:

„Ef við lít­um sér­stak­lega á stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins í þessu sam­hengi er auðvelt að rök­styðja þá staðhæf­ingu að hún hafi lík­lega aldrei, í rúm­lega 90 ára sögu flokks­ins, verið verri en ein­mitt núna. Í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn minnsta fylgi sem hann hef­ur fengið frá stofn­un. Í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn næst­minnsta fylgi frá stofn­un – og missti for­ystu­hlut­verkið í tveim­ur af þrem­ur lands­byggðar­kjör­dæm­um. Raun­ar munaði inn­an við hundrað at­kvæðum á að flokk­ur­inn missti for­yst­una í þeim öll­um. Í öll­um könn­un­um um langt skeið hef­ur flokk­ur­inn verið botn­fast­ur í kring­um 20% fylgi og Sam­fylk­ing­in mæl­ist ít­rekað miklu stærri. Og það sem kannski er enn al­var­legra fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er að Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærri í öll­um kjör­dæm­um lands­ins; líka í Suðvest­ur­kjör­dæmi þar sem menn töldu ekki unnt að hagga for­ystu­hlut­verki flokks­ins.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“