fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Segir auglýsingu á samkomulagi hafa verið senda út áður en bæjarráð samþykkti gjörning bæjarstjóra

Eyjan
Föstudaginn 1. september 2023 15:08

Ásdís Kristjánsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir að skipulagsfulltrúi Kópavogs hafi sent auglýsingu um afgreiðslu bæjarstjórnar á breyttu deiliskipulagi umdeildrar lóðaúthlutunnar á Kársnesi til birtingar í stjórnartíðindum sama dag og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, undirritaði samkomulag um uppbyggingu við fjárfestana í Fjallasól. Samkomulagið var undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs sem þó fundaði ekki fyrr en tveimur dögum síðar. Vinnuferlið sýni fram á það að mati Sigurbjargar að samþykki bæjarráðs hafi verið „algjört aukaatriði“. „Ég skil varla til hvers við erum að eyða MILLJARÐI á kjörtímabili í kostnað vegna funda bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum hennar þegar það er raunverulega bara ein sem ræður,“ skrifar Sigurbjörg í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vekur athygli á málinu.

Segir Ásdísi taka stórar ákvarðanir án samráðs

Lóðaúthlutunin vakti nokkuð umtal í síðustu viku en Sigurbjörg Erla sakaði þar Ásdísi um að færa einum ríkustu systkinum landsins lúxuslóðir á silfurfati án útboðs. Um var að ræða reit á Kársnesi sem nefndur hefur verið Reitur 13 en þeim var úthlutað til fyrirtækisins Fjallasól sem er í eigu eigu MATA-systkinanna, Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna, sem hafa meðal annars vakið athygli fyrir eignarhald sitt á Ölmu leigufélagi sem ítrekað hefur ratað í fréttir fjölmiðla fyrir gífurlegar hækkanir á leiguverði.

Gagnrýndi Sigurbjörg Erla þá stjórnsýslu að Ásdís bæjarstjóri hafði þegar undirritað samkomulagið með fyrirvara um samþykki bæjarráðs sem og að hún mætti ekki á fundinn til þess að kynna samkomulagið fyrir bæjarráði. Segir hún svo að hinar nýju upplýsingar um auglýsinguna í Stjórnartíðindunum sýni að afgreiðslan í bæjarráði hafi bara verið formsatriði.

„Þetta er svo sem bara enn eitt tilfelli þess að bæjarstjóri taki stórar ákvarðanir án þess að einu sinni ræða það við bæjarstjórn á undan – til dæmis með því að senda póst á Sorpu og tilkynna um að starfsstöðin skyldi víkja af Dalvegi á næsta ári, og gera samning við KPMG um úttekt á starfsemi menningarhúsanna sem leiddi meðal annars til þess að bæði héraðsskjalasafn og náttúrufræðistofa voru lögð niður,“ skrifar Sigurbjörg Erla í áðurnefndri færslu.

Fulltrúar minnihlutans voru mjög óhressir með að geta ekki spurt Ásdísi út í málið á fundi bæjarráðs en þau hafa lagt fram ítarlega fyrirspurn í fjórtán liðum þar sem kallað er eftir frekar upplýsingum.

Stóðu vörð um hagsmuni bæjarbúa

Ásdís útskýrði sína hlið málsins á þá leið að minnihlutinn hafi slitið málið úr samhengi. Sagði hún að málið hefði verið vandlega unnið, farið yfir allar forsendur og tryggt hafi verið að marksverð fékkst fyrir lóðina. „Úthlutun á ákveðnum lóðum við Reit 13 á Kárs­nesi til Fjallsól­ar ehf. án aug­lýs­ing­ar var nauðsynlegt vegna skör­un­ar bæj­ar­lands og fast­eigna í eigu fé­lags­ins, og tryggja þannig heild­stæða upp­bygg­ingu á reitn­um,“ skrifaði Ásdís í færslu þar sem hún fór yfir málið.

Sagði hún að öðrum lóðum bæjarins, meðal annars á umræddu svæði, yrði úthlutað í gegnum auglýsingar sem sé meginregla hjá Kópavogbæ

„Þá gengur sú afstaða minnihlutans að skipulagið færi í auglýsingu áður en samkomulagið var undirritað gegn hagsmunum bæjarbúa. Ef sú leið hefði verið farin hefði staða bæjarins verið veikari fyrir vikið. Nauðsynlegt var að ganga frá sam­komu­lagi við lóðar­hafa um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald áður en deili­skipu­lagið færi í aug­lýs­ingu þannig að tryggt væri að lóðarhafar taki þátt í kostnaði á innviðaupp­bygg­ingu á svæðinu. Hér er því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa,“ sagði Ásdís.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“