fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Grænn iðngarður í Helguvík býður upp á nýtingu umfram orku og nýja verðmætasköpun – hrat eins er annars gersemi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 10:30

Þór Sigfússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans, segir mikinn áhuga vera fyrir grænum iðngarði í Helguvík. Þar sé verið að taka yfir 28 þúsund fermetra húsnæði sem Norðurál byggði. Þór er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þór Sigfússon - Helguvík
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þór Sigfússon - Helguvík

„Við finnum fyrir miklum áhuga á starfsemi þar sem verður einn garður þar sem fyrirtæki geta nýtt sér samstarf við önnur. Það er ekki síst að hrat eins fyrirtækis verði gersemar annarra og við sjáum fyrir okkur möguleika í ylrækt og fiski,“ segir Þór

Aðspurður segir hann húsið henta frábærlega, það sé 28 þúsund fermetrar, og rýmin séu stór. Auk þess sé búið að skipta um jarðveg að miklu leyti og auðvelt sé að stækka í allar áttir.

Þór segir húsið vel byggt, steypa og stál séu góð, mikill metnaður hafi verið lagður í þetta af hálfu Norðuráls sem byggði húsið.

Þarna gefast að hans sögn möguleikar á a að nýta umfram orku og hratið frá fyrirtækjum og ekki skipti máli hvort þetta sér kallað klasi eða iðngarður. Þarna finni fyrirtæki sér hag í því að vinna saman vegna þess að það sé fjárhagslega og umhverfislega klókt.

Þór segir að græni iðngarðurinn í Helguvík njóti þess mjög að fara inn í tilbúið húsnæði vegna þess að starfsemi þar geti hafist strax af krafti á næsta ári í stað þess að lenda í grenndarkynningu eins og yrði, ef reynt yrði að fara í nýframkvæmdir annars staðar á svæðinu sem þýddi að mögulega yrði að bíða til 2026-27 með að hefja starfsemi.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Hide picture