fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna fara gegn eigin tillögum

Eyjan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 16:28

Pawel bartoszek segir flugvallarsinna reyna að færa "víglínuna" um staðsetningu byggðar við flugvöllinn. Flugvöllurinn og áætlaðar byggingar séu nákvæmlega eins og flugvallarsinnar lögðu sjálfir til.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurflugvöllur er í dag eins og fylgismenn áframhaldandi flugvallar í Vatnsmýrinni boðuðu í flugvallarkosningunni 2001. Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna vera að flytja „víglínuna“ um staðsetningu byggðar við flugvöllinn.

Pawel Partoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, birti í gær færslu á facebook síðu sinni og rifjar upp að rétt fyrir flugvallarkosninguna birtist mynd í Morgunblaðinu sem sýndi hvernig borgin gæti þróast eftir því hvaða leið yrði farin.

Þremur leiðum var stillt upp. Ein þeirra gekk út á að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýrinni og önnur að hann yrði áfram. Sú þriðja var millileið sem fólst í því að einni flugbraut yrði haldið opinni.

Pawel, sem birtir myndina úr Morgunblaðinu með færslu sinni, segir að nú, 22 árum eftir flugvallarkosninguna, séum við að vinna með sviðsmyndina „Endurbættur Reykjavíkurflugvöllur“ sem sé einmitt sú sviðsmynd sem flugvallarsinnar kynntu sem sína framtíðarsýn.

Í þeirri sviðsmynd var lofað að ein flugbrautin myndi víkja og að byggja mætti þar sem hún var. Þetta var tillaga Flugmálastjórar og samgönguráðherra.

Nú, 22 árum síðar, er búið að byggja á einu byggingarsvæði af þeim þremur sem falla undir þessa tillögu flugvallarsinna. Um er að ræða Hlíðarendasvæðið við íþróttasvæði Vals. tekist er á um svæði tvö og fluggarðarnir standa enn.

Pawel segir ljóst að reynt hafi verið að færa „víglínuna“ þar sem kosningin á sínum tíma hafi alls ekki snúist um Skerjafjörð og Hlíðarenda. Talsmenn flugs í Vatnsmýri hafi sjálfir boðið þá skika fram sem byggingarsvæði og sagt borgina vel geta þróast áfram í kringum völlinn þótt hann yrði áfram.

Nú kveði við annan tón. Sagt sé að byggðin trufli flugvöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn