fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vel fór á með Kristrúnu og Mette

Eyjan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 16:27

Mynd: Samfylkingin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fundaði í gær með Mette Frederiksen, formanni danska Jafnaðarflokksins og forsætisráðherra Danmerkur. Kristrún segir þær hafa rætt leiðina frá stjórnarandstöðu til ríkisstjórnar. Hún kveðst hafa fengið góð ráð hjá Mette sem lítist vel á upplegg Samfylkingarinnar síðustu misserin.

„Sósíaldemókratar mega aldrei festast í því að vera andstöðuflokkar. Mette líst vel á upplegg okkar í Samfylkingunni um að endurheimta traust með því að fara aftur í kjarnann og leggja ofuráherslu á kjör, efnahag og velferð venjulegs fólks. En það útheimtir aga — og Mette gaf mér ýmis góð ráð um það hvernig á að halda sjó með sína stefnu,“ segir Kristrún í stöðuuppfærslu á Facebook.

Mynd: Samfylkingin

Mette flaug til Íslands með flugvél í eigu danska hersins og lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálffimm í gær. Þaðan lá leiðin beint til fundar við Kristrúnu og svo á leiðtogaráðsfund Evrópuráðsins í Hörpu.

„Við erum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu. Jafnaðarmennskan er mikilvægari en svo,“ segir Kristrún ennfremur. Því þurfi Samfylkingin að endurheimta traust, komast í ríkisstjórn og skila af sér árangri sem munar um strax á fyrsta kjörtímabili í stjórn.

Mynd: Samfylkingin

„Verkefnin eru ærin. Það er gott að geta leitað til forystufólks í systurflokkum Samfylkingarinnar, ekki síst á Norðurlöndum þar sem samfélagsgerðin er líkust því sem við þekkjum hér á Íslandi. Og gott að finna að danski forsætisráðherrann hefur trú á því sem við erum að gera,“ segir Kristrún og bætir við að þær Mette hafi meðal annars rætt stuttlega um innflytjendamál og loftslagsmál.

Meðfylgjandi eru myndir frá fundi flokksformannanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“