fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Frakklandsforseti stórhrifinn – Átti góða stund á Þingvöllum í morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk símtal á miðnætti, þar sem ég er frönskumælandi og var beðinn um að fara þarna um sem leiðsögumaður, það var mér ljúft og skylt enda verið leiðsögumaður í áratugi,“ segir Dúi Landmark, sem hefur lagt gjörva hönd á margt í gegnum tíðina, en starfar nú sem upplýsingafulltrúi matvælaráðherra. Dúi var beðinn um að sýna Emmanuelle Macron, Frakklandsforseta, Þingvelli í morgun.

„Ég og þjóðgarðsvörður vorum komnir þarna um klukkan sex eða hálfsjö og stilltum okkur af, og síðan kom forsetinn og hans fylgdarlið klukkan hálfátta,“ segir Dúi, en rigningunni slotaði nokkuð á meðan dvöl Marcon á Þingvöllum stóð. „Það var allt blautt er hann kom en það ýrði örlítið úr lofti, en það var logn og fallegt veður.“

Dúi segir að Macron hafi verið mjög forvitinn um land og þjóð og stórhrifinn af náttúrufegurðinni á Þingvöllum. „Hann spurði margvíslegra spurninga um land og þjóð og sýndi mikinn áhuga á náttúrufarinu. Hann spurði hvernig lífi Íslendingar lifðu, hvort við vinnum mikið.“

Dúi segir að ekki hafi spillt fyrir að Macron er mikill fluguveiðiáhugamaður en Dúi hefur lengi fengist við það tómstundagaman. „Þetta er afskaplega skemmtilegur maður í viðkynningu og þetta var góð stund,“ segir hann ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fabregas eða Ten Hag?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“