fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Leggja fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson – „Lögbrot Jóns eru grafalvarlegt mál“

Eyjan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar á Alþingi eru að leggja fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Flokkarnir sem standa að tillögunni eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vantraustið lagt fram á grundvelli þess að Jón Gunnarsson hafi brotið lög þegar hann bannaði Útlendingastofnun að senda upplýsingar sem þingið hafði kallað eftir um veitingu ríkisborgararéttar.

Þingmenn flokkanna fjögurra telja að Jón hafi brotið lög þegar hann kom í veg fyrir að Alþingi fengi þessar upplýsingar, en eftir þeim hafi ítrekað verið óskað. Jón sem æðsti handhafi framkvæmdavalds hafi brotið grunnreglu. Talið er líklegt að tillagan verði tekin fyrir á Alþing á morgun, fimmtudag.

„Við skiljum ekki hvernig ráðherra hefur hagað sér. Lögbrot Jóns eru grafalvarlegt máls,“ hefur Fréttablaðið eftir þingmanni í stjórnarandstöðunni.

Mbl.is hefur eftir Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, að það sé skýrt að Jón hafi brotið lög.

„Hann fyrirskipar það að það eigi ekki að afhenda þinginu þessi gögn nema í þessari réttu tímaröð og þá fær þingið ekki gögnin samkvæmt þeim tímaramma sem kveðið er á um í þingskapalögum. Þingið vildi fá þessi gögn innan þessa frests, hann sagði nei og þar er hann brotlegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar

Björn Jón skrifar: Lærdómur sögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar

Guðrún Karls Helgudóttir: Þegar á reynir leitar fólk til Kirkjunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?