fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Simmi Vill segir að svona sé hægt að sporna gegn frekari verðbólgu á Íslandi

Eyjan
Föstudaginn 20. janúar 2023 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag fjallar Sigmar Vilhjálmsson, forstjóri Munnbitans og formaður Atvinnufjelagsins, um nýja kjarasamninga og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að launahækkanir skili sér allar út í hærra verðlagi. Sigmar segir að þó nokkrar leiðir standi til boða en að lausninrnar liggi allar á borði ríkisstjórnarinnar.

„Höf­um í huga að með hverj­um 1.000 kr. sem laun hækka fær ríkið að lág­marki 314,5 kr. í aukn­ar skatt­tekj­ur. Sam­tals hækka tekj­ur rík­is­ins því að lág­marki um 28 millj­arða króna við þess­ar launa­hækk­an­ir. (Miðað er við að launa­kostnaður á Íslandi sé um 1.000 millj­arðar á ári og laun séu að hækka að meðaltali um 7,4% og miðað er við lægsta skattþrepið í þess­um áætluðu töl­um ásamt 6,35% trygg­inga­gjaldi.)

Hvað á að gera við þessa 28 millj­arða, að lág­marki, sem launþegar og fyr­ir­tæki greiða auka­lega til rík­is­ins?“

Sigmar, sem er oftast kallaður Simmi Vill, segir að leiðrétting á tryggingagjaldi væri góð ráðstöfun sem kæmi til móts við fyrirtækin í landinu og að það myndi sporna gegn frekari verðhækkunum. Hann segir að slíkt myndi gagnast almennu launafólki og um leið styðja fyrirtækin í landinu við að taka við þeim launahækkunum sem liggja fyrir, án þess að hækka verð.

„Miðað við sömu for­send­ur og að ofan, að launa­kostnaður á Íslandi sé 1.000 millj­ón­ir, gæti ríkið leiðrétt trygg­inga­gjaldið á öll fyr­ir­tæki á Íslandi um 40%, fyr­ir það fundna fé rík­is­ins sem felst í ný­leg­um kjara­samn­ing­um. Í stað þess að inn­heimta 6,35% í trygg­inga­gjald, þá væri það lækkað í 3,75%.

Með þessu er ríkið að skila því fé sem það „óvænt“ fær, að minnsta kosti 28 millj­örðum, til baka til fólks­ins í land­inu, enda væri þessi aðgerð til þess fall­in að verðhækk­an­ir yrðu ekki eins háar og út­lit er fyr­ir. Slík niðurstaða myndi auka kaup­mátt launa­fólks með þeim launa­hækk­un­um sem liggja fyr­ir.“

Segir að nú sé komið að ríkisstjórninni

Sigmar fullyrðir að lækkun á tryggingagjaldi skipti miklu máli fyrir fyrirtæki með hátt launahlutfall af veltu.

„Til út­skýr­ing­ar, þá er trygg­inga­gjaldið 6,35% sér­stakt gjald sem at­vinnu­rek­end­um ber að greiða af heild­ar­laun­um launa­manna sinna. Þannig að fyrirtæki sem eru með marga starfs­menn, hátt launa­hlut­fall og skila rík­inu hlut­falls­lega mun hærri skött­um en fyr­ir­tæki með lágt launa­hlut­fall finna því meira fyr­ir ábat­an­um af þess­ari aðgerð, sem er rétt­látt. Enda eru það þau fyr­ir­tæki sem eru í hvað erfiðastri stöðu í því um­hverfi sem nú blas­ir við.“

Hann segir þessa aðgerð því vera rétt­láta gagn­vart at­vinnu­líf­inu og að hún snert­i öll heim­ili í land­inu í ljósi þess að verðbólga yrði „minni en út­lit er fyr­ir.“

Að lokum segir Sigmar að nú sé komið að ríkisstjórninni, hún eigi leik í þeirri stöðu sem er uppi í atvinnulífinu. „Það er al­veg klárt mál. Kjara­samn­ing­ar liggja fyr­ir og leiða til mik­ill­ar hækk­un­ar kostnaðar hjá fyr­ir­tækj­um og verðhækk­an­ir eru óhjá­kvæmi­leg­ar nema rík­is­stjórn­in stigi inn,“ segir hann.

„Núna er tím­inn til að leiðrétta trygg­inga­gjaldið og um leið sporna gegn enn frek­ari verðbólgu hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“