fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 08:15

George Santos. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem er þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu eftir að skýrt var frá því að hann hefði logið á ferilskrá sinni.

Fyrir aðeins tveimur mánuðum var hann hylltur fyrir að hafa borið sigur úr býtum í kosningunum í kjördæmi í New York sem Demókratar hafa alltaf haft góð tök á.

En eftir sigurinn byrjaði að molna undan honum. Lögreglan er að rannsaka mál tengd honum en hann er sakaður um að hafa logið til um trú sína, menntun, atvinnu og meira að segja dauða móður sinnar.

Nú hefur enn eitt málið bæst við þennan lista. Hann er sakaður um að hafa stolið peningum frá hundi.

Tveir uppgjafahermenn settu sig í samband við hann árið 2016 og báðu hann um aðstoð við að safna peningum fyrir dauðvona hund. Þeir áttu hins vegar ekki von á að Santon myndi stinga af með peningana en það var samt það sem gerðist að þeirra sögn. Þetta sögðu þeir í samtali við CNN.

Þegar Sapphire, hundur Rich Osthoff, greindist með æxli 2015 bjuggu Sapphire og Osthoff í tjaldi en Osthoff hafði misst vinnuna og endað á götunni. Vinur hans Michael Boll, sem er forsvarsmaður tengslanets uppgjafahermanna í New Jersey, lagði til að hann myndi setja sig í samband við Santos sem hafði orð á sér fyrir að hafa oft hjálpað dýrum í nauð.

Santos sagðist vilja hjálpa þeim og hratt fjársöfnun af stað til að hægt væri að gera aðgerð á Sapphire.

Osthoff segir að rúmlega 3.000 dollarar hafi safnast en hvorki hann né Sapphire sáu nokkru sinni svo mikið sem eitt cent af þessum peningum. Þeir hurfu að þeirra sögn í vasa Santos. Sex mánuðum síðar drapst Sapphire.

GoFundMe söfnunarsíðan staðfesti við CNN að tilkynning hafi borist 2016 um að gefendur hefðu verið sviknir í umræddri söfnun og því hefði verið lokað fyrir hana.

Santos vísar þessum ásökunum á bug og segir þær „uppspuna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi