fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Inga segir íslensku Orkana iða í skinninu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 09:59

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessa dagana berast okkur ótíðindi af orkumálum í Evrópu. Orkuverð rýkur upp og dæmi eru um að fólk fái allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni en fyrir ári. Sums staðar stefnir jafnvel í þrefalda hækkun orkuverðs miðað við veturinn á undan. Heimilin, sem verða harðast úti, eru ofurseld þeirri fátæktargildru að hafa hvorki efni á reglulegri upphitun á veturna né kælingu á sumrin.“

Svona hefst grein eftir Ingu Sæland í Morgunblaðinu í dag. Hún ber fyrirsögnina „Nú iða íslensku Orkarnir í skinninu!“.

Segir Inga enga furðu að íslensku Orkarnir kætist en það kallar hún þá auðmenn sem vilja hagnast mjög svo á að selja orku íslensku þjóðarinnar úr landi í gegnum sæstreng. „Þessir Orkar hinnar íslensku Hringadrottinssögu sjá fyrir sér uppgrip í eigin vasa eftir að Alþingi Íslendinga samþykkti orkupakka 3 fyrir þremur árum. Það var misráðið. Að halda því fram að hægt sé að samþykkja orkustefnu ESB en segja NEI við sæstreng, er áþekkt því að samþykkja frjálst flæði vöru en neita að byggja hafnir til að taka á móti vörum,“ segir Inga.

Hún segir að ef Orkunum takist ætlun sín um að selja orku, unna úr íslenskum auðlindum, til Evrópu í gegnum sæstreng megi líkja afleiðingunum við stórslys. Orkuverð til íslensks almennings muni hækka gríðarlega því ekki megi mismuna íbúum á evrópska orkumarkaðnum. Þá muni verða náttúruspjöll og mikil ruðningsáhrif í hagkerfinu. Orkugeirinn muni soga til sín fjármagn og mannafla á kostnað annarra atvinnugreina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum