fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Eyjan

Brynjar reynir að rétta af kúrsinn í umræðunni um valdheimildir lögreglu

Eyjan
Fimmtudaginn 29. september 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir umræðuna um hryðjuverkaógn og skipulagða brotastarfsemi hér á landi skorta alla yfirvegun og sé öllu grautað saman. Jafnvel löglærðir einstaklingar geti ekki haldið þræði og gerir Brynjar því tilraun til að „rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg“. Þetta reynir hann með pistli sem hann birti hjá Vísi.

Hann segir að þegar komi að umræðunni um valdheimildir lögreglu vegist á mikilvæg sjónarmið – annars vegar að lögreglan geti sinnt sínu starfi og hins vegar mikilvæg réttindi fólks til friðhelgi einkalífs. Vísar Brynjar til þess að frumvarp sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram hafi þegar verið harðlega gagnrýnt fyrir að ganga of nærri friðhelgi einkalífs Íslendinga og töldu jafnvel margir að nýleg umræða um hryðjuverkaógn, sem lögregla náði að fyrirbyggja, hér á landi hafi verið viljandi sprengd upp ti að liðka fyrir samþykkt frumvarpsins.

Brynjar bendir á að nú þegar séu til staðar heimildir til að takmarkað friðhelgi einkalífs Íslendinga með vísan til almannahagsmuna, svo sem í umferðinni þar sem „menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir“

Breyttur veruleiki á Íslandi

Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi lífsins – hryðjuverk- hafi lengi verið fjarlæg okkar veruleika. Líklega vegna smæðar samfélagsins. Hins vegar hafi fjölmennari þjóðir lengi glímt við þessi brot og eru þau þar talin veruleg ógn við samfélagið.

„Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið.“ 

Nú sé raunveruleikinn hér á landi breyttur og áður fjarlægar ógnir séu ekki svo fjarlægar lengur. Því ætli dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og á lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins. Þessir flokkar tengist mikið innbyrðis.

„Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum.“ 

Ásetningur til að afvegaleiða umræðuna

Brynjar segir að af umræðunni að dæma mætti ætla að dómstmálaráðherra sé að setja mjög víðtækar heimildir fyrir lögreglu inn í lög, svo lögregla geti aflað upplýsinga og haft eftirlit með hverjum sem er eftir „eigin geðþótta“.

„Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengurog gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar.“ 

Brynjar segir að þessar heimildir sem dómsmálaráðherra sé að leggja til séu háðar því að sá sem fyrir þeim verður hafi einhver tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða grun um að hryðjuverk, t.d. eftir ábendingu frá erlendum yfirvöldum. Eins og staðan sé núna verði að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi.

„Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur veirð lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífs með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit með störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lög heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er tilboðið sem Efling gerði Samtökum atvinnulífsins

Þetta er tilboðið sem Efling gerði Samtökum atvinnulífsins