fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Eyjan

Kolbrún segir það með ólíkindum að fylgjast með „umkomulausum stjórnendum“ hjá borginni – „Það er eins og við séum ekki til“

Eyjan
Föstudaginn 12. ágúst 2022 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir hefur starfað við daggæslu í heimahúsi í rúmlega þrjátíu ár og áætlar að hún hafi gætt um 2000 barna.

Hún segir það með ólíkindum að fylgjast með „umkomulausum stjórnendum“ sem sjá um daggæslu og leikskólasvið borgarinnar.

Málefni leikskólanna í borginni hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið og meðal annars mættu óánægðir foreldrar upp í Ráðhúsið í gærmorgun til að mótmála úrræðaleysi í málum fjölskyldna. Foreldrar með börn sem ættu löngu að vera komin með pláss á leikskóla ef marka mætti kosningaloforð borgarstjórnarflokkanna sitja eftir í óvissu um hvernig haustið og veturinn verður á þeirra heimili og margir séu í erfiðri stöðu vegna vinnu.

Vanmáttur borgarinnar

Kolbrún segir, í pistli sem birtist hjá Vísi, ótrúlegt að horfa á vanmátt borgarinnar í þessum málum og bendir á að svo virðist sem að borgin líti ekki á dagforeldra sem raunhæfan möguleika.

„Dagforeldrar sem starfa í Reykjavík horfa nú upp á fyrirframséða stöðu foreldra í borginni. Það er með ólíkindum að sjá vanmátt þeirra sem ráðum ríkja og þykjast ekki hafa séð það fyrir.“ 

Kolbrún segir að á ári hverju séu teknar saman tölur um börn sem fæðast og því megi áætla hversu mörgum börnum vanti gæslu ár hvert.

„Að horfa á umkomulausa stjórnendur þessa daggæslu/leikskólasviðs, er með ólíkindum. Í áratugi hafa dagforeldrar brúað bilið. Við fáum þó aldrei hrós fyrir það. Við höfum sparað borginni milljarða, en hvergi erum við nefnd. Það er eins og við séum ekki til, en við erum þarna og ávallt reiðubúin og höfum verið“. 

Úr 300 niður í 90 og fer fækkandi

Kolbrún segir að starfsumhverfi dagforeldra í borginni hafi breyst síðustu ár vegna metnaðarleysi borgarinnar og fálát svör borgarinnar hafi leitt til þess að daggæsla í heimahúsi með fimm börnum í gæslu sé að hverfa.

„Fyrir nokkrum árum vorum við 300 starfandi. Við erum tæp 90 í dag og förum fækkandi.“ 

Staðan sé allt önnur í nærliggjandi sveitarfélögum. Þar sé metnaðarfull niðurgreiðsla og þar geti foreldrar valið milli þess að senda börn sín í margmennar gæslur eða fámenna hljóðláta gæslu í heimahúsi.

„Nei!! Borgin ákvað að við værum börn okkar tíma og stofnanir væru eina rétta leiðin… en hvað gleymdist í jöfnunni?“ 

Kolbrún bendir á að það sé ekki nóg að byggja leikskóla því einnig þurfi að manna þá. „Nú erum við öll sjálfsagt undrandi. Því kosningaloforðin hljómuðu upp á fullt af leikskólum og glansmyndin var svo skýr… en grunnurinn að byggingunni var varla til staðar. Eitthvað þarf að laga svo starfsfólk sækist í að vinna í leikskólum.“

Hysjið upp um ykkur buxurnar

Kolbrún segir ljóst að aldrei stóð til að efna þessi kosningaloforð. Reykjavíkurborg hefði getað mætt stöðunni með því að efla daggæslu en líklega gleymt að það væri möguleiki.

„Metnaðurinn var sem sagt bara: kosningaloforð sem átti að svíkja. Eins og staðan er núna hefði verið lag að við gætum rétt hjálparhönd svo foreldrar í borginni sitji ekki á vergangi með sín börn. Reykjavíkurborg ákvað að gleyma ykkur kæru foreldrar og okkur!

Mín orð til borgarinnar: Hysjið upp um ykkur buxurnar og eflið dagforeldrastarfið sem samhliða gæslu. Mín stétt hefur staðið tímans tönn og með metnaði frá hendi borgarinnar væri hægt að brúa bilið svo öldunar lægi um stund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ljósbrá ráðin forstjóri PWC

Ljósbrá ráðin forstjóri PWC
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Helgi Jósepsson til Kerecis

Helgi Jósepsson til Kerecis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja upp öllum starfsmönnum Sony á Íslandi og flytja starfsemina til Danmerkur

Segja upp öllum starfsmönnum Sony á Íslandi og flytja starfsemina til Danmerkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elín segir Samherja stunda óttastjórnun – Skipulagðar ofsóknir og fólk þorir ekki að segja neitt

Elín segir Samherja stunda óttastjórnun – Skipulagðar ofsóknir og fólk þorir ekki að segja neitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga“

„Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri hjá nýju dótturfélagi Landsnets

Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri hjá nýju dótturfélagi Landsnets